fimmtudagur, apríl 28, 2005

Geisp

Ég skil ekki hvað er í gangi með mig þessa dagana. Ég er svoooo þreytt öllum stundum. En þá er bara best að pína sig áfram. Halda áfram að vera dugleg í ræktinni.

Híhí mér var boðið að fara á námskeið í dag í vinnunni. Námskeiðið fjallar um hlutverk hverrar deildar fyrir sig... ein spurning er þetta ekki svolítið seint í rassinn gripið? Ég er búin að vinna hér í 14 mánuði og er að hætta eftir 2 vikur... það hefði verið nær að senda mann á slíkt námskeið fyrir ca. 13 mánuðum. O well, ce la vie.

Mæli með að allir kíki á tonlist.is á næstu sólarhringum.... það er fríkeypis að sækja sér tónlist þar frá 29. apríl og svo í nokkra daga. Hrebbna mun að sjálfsögðu sækja sér slatta til að setja í nýja i-podinn (sem er að vísu ekki enn kominn til landsins).

Engin ummæli: