mánudagur, apríl 11, 2005

2 daga þynnka

Jáhá! Ég fór í afmæli á föstudag.... ég kom heim rúmlega 7 á laugardagsmorgun ásamt móður minni. Pabbi var sniðugur og fór snemma heim en við mæðgurnar skorti stopptakkann í þetta sinnið. Fór með múttu í bæinn ásamt Guggu "systur"... tjúttuðum þar heilmikið en ákváðum að halda áfram í eftirpartý... not a good idea!

Jæja það var einn frændi minn sem ákvað að kenna mér hvernig maður á að verja sig...nema hvað hann kenndi mér á mér.... þannig Hrebbna er ALLverulega marin allsstaðar. En sko ef einhver ræðst á mig þá get ég varið mig!!!!

Á laugardag hélt ég að ég myndi ekki lifa daginn af vegna þynnku... og gat varla hreyft mig... Sunnudagurinn var aðeins skárri en ég komst þó í vinnuna.

Engin ummæli: