mánudagur, mars 29, 2004

Ekki sældin að vera ég í dag!!!

Búin að liggja heima hjá mér massa veik í dag.... ég held ég hafi smitast af tveimur ungum herramönnum frá Vestfjörðum af skemmtilegri uppgangspest.

Ég barasta skil ekki að Alþingi hafi bara ekki farið á hvolf í dag... án mín! Ég er náttúrulega alveg ómissandi í hverju starfi sem ég tek mér fyrir hendur og án mín virkar ekki neitt. Af hverju heldur maður þetta alltaf? Var meira að segja búin í sturtu og var við það að fara að setja upp maskarann þegar ég fatta að það er ekki séns að ég hafi orku til að fara upp stigann...hvað þá hlaupa upp stigann,út í bíl, keyra í vinnuna og vinna í allann dag!

Allir að vorkenna mér!!!

sunnudagur, mars 28, 2004

Best að koma einhverju frá sér!

Ok komnar núna tvær djammlausar helgar í röð... og helgin þar á undan var ekkert massíf heldur. Hrefna er að breytast í góðu stúlkuna. Fór samt tvisvar út að næra mig með fjölskyldunni.

Vinnan: skemmtileg vinna... verst ég get ekki farið að selja sögurnar til Séð og Heyrt þar sem ég er bundin trúnaði. En ótrúúúlega margir furðufuglar á Íslandi sem hafa ekkert betur við tímann sinn að gera nema ónáða fólkið á Alþingi. En ég er orðin meira stjórnmálalegrisinnaðri en áður. Nú lifi ég náttúrulega í þessu samfélagi og get vel hugsað mér að fara út í eitthvað svona þegar ég er búin að ákveða eftir hvaða braut ég ætla mér. já þetta er ekki fjölskylduvæn vinna því á morgnanna þegar maður mætir veit maður aldrei hvenær maður er búinn...fyrr en á þeirri sekúndu sem maður er búinn. Fundir geta dregist endalaust en svo aðra daga þá bara ganga þeir eins og spretthlaupari.

Foreldrarnir sjást varla þessa dagana en þau eru svo upptkekin með þennan blessaða golfhermi sinn. Ég er nú búin að prófa nokkrum sinnum og fíla þetta alveg svona líka mikið.

Annað sem ég bara verð að tjá mig um... ein óábyrgasta fréttamennska sem ég hef á ævinni minni orðið vitni af er DV upp á síðkastið. Þeim greinilega er alveg sama um allt og alla og hreinlega rústa mannorði manna án þess svo mikið að pæla meira í hlutunum. Ég skil ekki hvernig fólk sem þarna vinnur getur sofið á nóttunni vitandi að sumt sem þeir birta eru klárlega lygar og uppspuni þeirra eða annarra biturra manna í samfélaginu. Ég hvet alla að styrkja ekki þessar lygar með kaupum á auglýsingum né kaupum á blaðinu sjálfu. DV er orðið eins og national enquirer í Bandaríkjunum sem iðullega birtir fréttir um tvíhöfða snjóskrímsli og annan skáldskap sem þá dettur í hug. Þetta blað höfðar til þeirra sem eru fávísir og fáfróðir og trúa öllu líkt og DV gerir nú. Fólk sem hefur ekki hæfileika til að greina á milli skáldskapar og raunveruleika.
PISSES ME OFF!!!

Gleðifréttir:Útborgunardagur í vikunni!! Sá fyrsti af vonandi mörgum. Fer líklega á nett eyðslufyllerí.

miðvikudagur, mars 24, 2004

ÉG á miða á PIXIES nanananananananana!!

Mest lítið að frétta bara vinna og ekkert annað. Á mér lítið líf þessa dagana. Nennti ekki að gera neitt um helgina sat mest megnis uppí sófa að horfa á kassann.

En annars fer bráðum að koma golfvertíð og djööö hlakka ég til.

mánudagur, mars 15, 2004

Hæ hæ,
Mest lítið að frétta hér.

Fór á djammið á laugardag með Rannveigu og hitti fullt af fólki sem ég þekkti. Bærinn var alveg pakkaður, raðir á ólíklegustu stöðum og alveg nóg af slagsmálum. Úff ég þoli ekki að horfa upp á þetta macho kjaftæði. Svoooo mikið rugl.

Annars var alveg fínt þó ég hafi eiginlega ekki alveg komist í djammgírinn en dansinn hjá mér og Rannveigu við Drey, Outkastlagið og sísí fríkar út bjargiði öllu.

Horfði á snilldar mynd á SKY í gær. BEST IN SHOW!! Var að vísu búin að sjá hana nokkrum sinnum áður en hún verður betri og betri í hvert skipti. Massíf fyndin mynd í documentarystíl um hundasýningar...þvílík geggjun.

Svo er málið að fara á fullt í ræktina aftur.... þótt vinnan sé í sjálfu sér líkamsrækt...hlaupandi um allar þessar byggingar (svo tekur maður stigana til að fá meira út úr essu).

Er að spæla í að loka þessari síðu og fá mér þjónustu hjá Blog.central.is! Ætla að melta það í nokkra daga.

laugardagur, mars 13, 2004

Hæ Fólk!

Þá er kallinn minn farinn af landi brott...búhúhú! Enduðum ferðina hans í Bláa Lóninu í afslöppun! Oh það var frekar nice.
En annars er ég að fíla mig feitast í vinnunni. Þetta er mjög skemmtileg vinna með fullt af áhugaverðu fólki. Nöfnin eru farin að stimplast við andlitin þannig þetta er ekki eins ruglandi og fyrsta daginn.

Svo á miðvikudag er ég að fara á boðsýningu á The Passion of the Christ... alþingisliðinu er boðið. Ég hlakka svoldið til þar sem ég hef heyrt mjög mikið um þessa mynd og hvað fólki finnst hún ógeðsleg og mikil óheilagleiki og þvíumlíkt.

En annars í kveld er stefnan tekin á one-ó-one Smokeybay. Samt einhvern veginn ekki alveg að nenna því!

mánudagur, mars 08, 2004

Shit!

Er hérna í Alþingishúsinu fyrsti vinnudagurinn langt kominn. Búin að heilsa tugum af fólki og þingmönnum og ráðherrum. Allir virtust vita hver ég var enda var víst send út tilkynning um mig nýja starfsmanninn! Ég man ekki helminginn af nöfnunum sem mér voru tjáð í dag.... en þetta kemur. Sem betur fer veit ég nokkurn veginn alla þingmenn og ráðherra. Svo er ég næstum farin að rata milli húsa. Búin að fara í öll ráðuneytin í dag og svona skemmtilegheit.

Þetta er rosalega mikið að meðtaka á einum degi..En vá ég vona að þingfundi fari að ljúka þannig ég geti farið heim. Mér er illt í fótunum og orðin frekar ringluð.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Vei!

Eftir nokkra klukkutíma kemur Jonathan... djöfull hlakka ég til að sjá hann! Ég skil samt ekki afhverju Ameríkuflug þarf endilega að vera svona hrikalega snemma á morgnanna. þetta er óguðlegur tími verð ég að segja.

Ég og mamma erum búnar að vera svakalega duglegar að þrífa í dag... þannig allt er fínt þegar hann kemur.

Gvuð minn almáttugur ég er að horfa The Bachelor... þetta er þvílíkt hallærislegt. Þessar stelpur hafa ekki einu sinni hitt gaurinn en eru sannfærðar um að þetta sé hinn einu sanni. Ég er ekki að fatta þetta, flestar mjög fallegar og "gáfaðar" og menntaðar konur en samt halda þær gætu fundið ást í einhverjum hallærissjónvarpsþætti.miðvikudagur, mars 03, 2004

Oh mig langar svooo að breyta útliti þessarar síðu en mig skortir kunnáttu og hæfni í því þannig ef einhver bíður sig fram í að hjálpa mér látið mig vita!!!

Annars fór ég í dag í mátun fyrir nýju vinnufötin mín... ég fæ sérsaumaðar á mig 2 dragtir og svo tvær skyrtur og bindi. Geggjuð gella.

Ég er skíthrædd við að byrja þarna á mánudag... ég hef ekki hugmynd hvar allt er né nákvæmlega allt sem ég á að gera. En þetta hlýtur að reddast.

Svo er ég í kvöld búin að vera að skoða háskólana hér heima sem bjóða upp á fjarnám en mig langar rosalega til að taka nokkra kúrsa svona með vinnu. Þannig ég sé allavega að mennta mig eitthvað líka.

Ohhhh svo kemur Jonathan eftir 2 daga!!! Búin að ákveða hvað ég ætla að elda handa honum á föstudagskvöld og alles. Ég hlakka svooo til. Verst að ég verð að vinna eitthvað meðan hann er hérna.

mánudagur, mars 01, 2004

Þá er maður komin með vinnu á Alþingi!!!

Fór í morgun kl 10 í viðtal svo var hringt fyrir hádegi og ég beðin að mæta aftur klukkan hálf þrjú. Mér þótti þetta ansi dularfullt... tvööö viðtöl á einum degi! Þannig ég spurði náttúrulega ráðningarfulltrúann í símanum hvað væru margir að fara í annað viðtal. Hún sagði það væri einungis ein manneskja. Jæja ég fer í viðtalið og þegar því er lokið spyr ég þýðir þetta ég sé búin að fá starfið... þau segja ég sé komin ansiii nálægt því.

Svo um klukkutíma seinna hringir ráðningarfulltrúinn og segir til hamingju þú ert idol dagsins. HEHEHE ég sem sagt fékk starfið. Fer í einhverja mátun og slíkt á fimmtudag síðan byrja ég á mánudag.

Ég er ekkert smá ánægð og stolt... að vera valin úr svona stórum hópi mér finnst etta geggjað!