mánudagur, mars 15, 2004

Hæ hæ,
Mest lítið að frétta hér.

Fór á djammið á laugardag með Rannveigu og hitti fullt af fólki sem ég þekkti. Bærinn var alveg pakkaður, raðir á ólíklegustu stöðum og alveg nóg af slagsmálum. Úff ég þoli ekki að horfa upp á þetta macho kjaftæði. Svoooo mikið rugl.

Annars var alveg fínt þó ég hafi eiginlega ekki alveg komist í djammgírinn en dansinn hjá mér og Rannveigu við Drey, Outkastlagið og sísí fríkar út bjargiði öllu.

Horfði á snilldar mynd á SKY í gær. BEST IN SHOW!! Var að vísu búin að sjá hana nokkrum sinnum áður en hún verður betri og betri í hvert skipti. Massíf fyndin mynd í documentarystíl um hundasýningar...þvílík geggjun.

Svo er málið að fara á fullt í ræktina aftur.... þótt vinnan sé í sjálfu sér líkamsrækt...hlaupandi um allar þessar byggingar (svo tekur maður stigana til að fá meira út úr essu).

Er að spæla í að loka þessari síðu og fá mér þjónustu hjá Blog.central.is! Ætla að melta það í nokkra daga.

Engin ummæli: