mánudagur, mars 08, 2004

Shit!

Er hérna í Alþingishúsinu fyrsti vinnudagurinn langt kominn. Búin að heilsa tugum af fólki og þingmönnum og ráðherrum. Allir virtust vita hver ég var enda var víst send út tilkynning um mig nýja starfsmanninn! Ég man ekki helminginn af nöfnunum sem mér voru tjáð í dag.... en þetta kemur. Sem betur fer veit ég nokkurn veginn alla þingmenn og ráðherra. Svo er ég næstum farin að rata milli húsa. Búin að fara í öll ráðuneytin í dag og svona skemmtilegheit.

Þetta er rosalega mikið að meðtaka á einum degi..En vá ég vona að þingfundi fari að ljúka þannig ég geti farið heim. Mér er illt í fótunum og orðin frekar ringluð.

Engin ummæli: