fimmtudagur, mars 04, 2004

Vei!

Eftir nokkra klukkutíma kemur Jonathan... djöfull hlakka ég til að sjá hann! Ég skil samt ekki afhverju Ameríkuflug þarf endilega að vera svona hrikalega snemma á morgnanna. þetta er óguðlegur tími verð ég að segja.

Ég og mamma erum búnar að vera svakalega duglegar að þrífa í dag... þannig allt er fínt þegar hann kemur.

Gvuð minn almáttugur ég er að horfa The Bachelor... þetta er þvílíkt hallærislegt. Þessar stelpur hafa ekki einu sinni hitt gaurinn en eru sannfærðar um að þetta sé hinn einu sanni. Ég er ekki að fatta þetta, flestar mjög fallegar og "gáfaðar" og menntaðar konur en samt halda þær gætu fundið ást í einhverjum hallærissjónvarpsþætti.Engin ummæli: