laugardagur, mars 13, 2004

Hæ Fólk!

Þá er kallinn minn farinn af landi brott...búhúhú! Enduðum ferðina hans í Bláa Lóninu í afslöppun! Oh það var frekar nice.
En annars er ég að fíla mig feitast í vinnunni. Þetta er mjög skemmtileg vinna með fullt af áhugaverðu fólki. Nöfnin eru farin að stimplast við andlitin þannig þetta er ekki eins ruglandi og fyrsta daginn.

Svo á miðvikudag er ég að fara á boðsýningu á The Passion of the Christ... alþingisliðinu er boðið. Ég hlakka svoldið til þar sem ég hef heyrt mjög mikið um þessa mynd og hvað fólki finnst hún ógeðsleg og mikil óheilagleiki og þvíumlíkt.

En annars í kveld er stefnan tekin á one-ó-one Smokeybay. Samt einhvern veginn ekki alveg að nenna því!

Engin ummæli: