mánudagur, mars 29, 2004

Ekki sældin að vera ég í dag!!!

Búin að liggja heima hjá mér massa veik í dag.... ég held ég hafi smitast af tveimur ungum herramönnum frá Vestfjörðum af skemmtilegri uppgangspest.

Ég barasta skil ekki að Alþingi hafi bara ekki farið á hvolf í dag... án mín! Ég er náttúrulega alveg ómissandi í hverju starfi sem ég tek mér fyrir hendur og án mín virkar ekki neitt. Af hverju heldur maður þetta alltaf? Var meira að segja búin í sturtu og var við það að fara að setja upp maskarann þegar ég fatta að það er ekki séns að ég hafi orku til að fara upp stigann...hvað þá hlaupa upp stigann,út í bíl, keyra í vinnuna og vinna í allann dag!

Allir að vorkenna mér!!!

Engin ummæli: