þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ok þessir þingmenn tala bara til að tala....

Jæja Hrebbna hélt saumaklúbb um helgina og tókst það með ágætum. Eldaði dýrindis mat og hafði kælt hvítvín með og síðan massífur eftirréttur. Eitthvað þurfa þessar stúlkur að læra á klukku því mjöööög fáar mættu á réttum klukkutíma.

Á Laugardagskveldið var mér boðið í sjötugsafmæli til frænda míns. Mjög nett það teiti... tók að mér að skipuleggja ættarmót í Reykjanesi (á Vestfjörðum) í sumar. Don´t know how I get myself into these things. En allavega mætti síðan til Þóris frænda því ég og Íris vorum á leiðinni á tjúttið. Í bæinn við héldum að lokinni örlítilli drykkju. Stoppuðum aðeins í heimsókn hjá vini okkar Ara og skófluðum í okkur grjónagraut að sið Ara. Því næst ráfuðum við í bænum að leit að hlýjum stað sem seldi öl. Eftir að hafa rannsakað nokkra staði fórum við inn á kjallara sem kenndur er við leikhús. Hittum þar fullt af vinum og vandamönnum og ákváðum að dvelja þarna það sem eftir var kvöldsins eða þangað til við vorum ekki velkomnar þar inni lengur. Dönsuðum frá okkur vit og vitleysu. Svo mikið að erfitt er enn að stíga í fæturna þó liðið sé mjög á vikuna.
Svo var stoppað við hjá Nonna og spjölluðum þar við nokkra vestfirðinga og þóttumst vera læknar við annann og töldum honum trú að best væri fyrir hann að koma aðeins við á slysó. Náðum okkur síðan í leigara og héldum heim á leið.

Sunnudegi var eytt í þynnku!

Mánudagur.... var til miðnættis í vinnunni þótt allir þingmenn væru næstum því sammála um mál dagsins.

Engin ummæli: