sunnudagur, apríl 25, 2004

Yo PEOPLE!

Vinnan búin að vera massíf! Þannig mér finnst ég stundum hafa ósköp lítið að kjafta um... þannig ég skrifa bara ekki neitt.

Jæja búin að vinna að því þessa dagana að hitta vini mína aaaaðeins meira en ekki neitt. Hitti Hildi á kaffihúsi í gær, Sigrúnu í gær og talaði við nokkra vinina í síma.

Hey svo er nýjasta af mér að frétta að ég er alvarlega að spá í að yfirgefa hótel mömmu í sumar... fara að leigja hjá Kötlu beib. Er að vinna að fjárhagsáætlun þessa dagana... Að vísu verð ég þá aðeins lengur að safna mér fyrir eigin íbúð en þetta hlýtur að hafast einhvern daginn. Dabbi bró (þótt hann búi í USA) er búinn að innrétta herbergið mitt og gera ráðstafanir með það svæði sem talist hefur mitt fram að þessu.

Svo datt mér annað snilldarlegt í hug... að Jon komi bara sem skiptinemi í HÍ einhvern tímann þá lærir hann íslensku eins og honum langar svo til að gera og þá getum við prófað að búa saman á þessu landi. Svo ekki sé talað um auðveldara að fá dvalarleyfi með því að vera í skóla.

Vika í útborgunardag!

Engin ummæli: