fimmtudagur, apríl 29, 2004

Oh mér fannst þetta smsblogg svoooo sniðugt en það virðist ekki ætla að virka hjá mér.... átti að standa: Veist þú hver er aftastur í símaskránni hvað þá næst aftastur?

Annar laaaangur dagur í vinnunni. Búin að vera í 12 tíma á eftir ca 5 tíma. En mér finnst etta samt mjög skemmtilegt. Að vísu sé ég soldið eftir því að hafa ekki farið beint að hátta í gær þegar ég kom heim í stað þess að lesa fram á nótt. Stupid me.

Getur verið að kallinn minn komi barasta og verði hér í sumar. Kemur í ljós. Sem þýðir að öllum líkindum þá skrepp ég ekki til Florida í haust. En Þýskaland er enn á áætlun kannski maður lengi bara þá ferð og taki einhver önnur lönd með í leiðinni.

Við fáum svo útlendinga í heimsókn um miðjan júlí þetta eru nágrannar okkar frá Florida fyrir hva ca 15 árum... og ég hef ekki séð þau síðan þá! This is gonna be very interesting. Ég er meira að segja að spæla í að taka þessa tvo daga sem þau verða hérna í frí.

Jæja best að fara að fylgjast með....

(það er ekki í lagi með mann að kveikja á Alþingisrásinni á sjónvarpinu um leið og maður kemur heim)

Engin ummæli: