mánudagur, apríl 12, 2004

GLEÐILEGA PÁSKA!!!!

Sat sæl og át mitt sjálfkeypta páskaegg í gær það sést samt ekki högg á vatni, því held ég að ég verði étandi súkkulaði það sem eftir er mánaðarins.

Kominn svona nettur sumarferðahugur í mann... nýjasta hugmyndin hjá mér og Jon er að kíkja aðeins til Evrópu í sumar... fljúga til Amsterdam (mætumst bara í flugvélinni) síðan vera þar í nokkra daga og keyra svo til Hrefnu og Ben og eyða smá tíma með þeim og svo jafnvel keyra eitthvað meira um Evrópu. Mér finnst þetta massíf góð hugmynd. Stefni fastlega á að framkvæma hana.

Síðan er hugmyndin líka að ég skreppi til Florída í sumar og tjekki aðeins á fólkinu. Það er hugmynd sem verður framkvæmd alveg sama hvað.

Þannig ég mun safna eitthvað af ferðapunktum!! Wúhúhú!

Annars er ég í vinnunni núna... mætti klukkan átta í nótt (ok í morgun) og fæ að fara klukkan tuttugu (20.00) LAAAANGUR dagur!

Styttist í: að Katla komi heim, að mamma og pabbi fari út, að Dabbinn komi heim og að sumarið komi

Engin ummæli: