miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ok klukkið er 18 og ég er búin að vera hérna í 9 tíma og á líklega eftir að vera hérna í 9 tíma í viðbót!
Ósköp getur þetta fólk talað!

Humm kannski ég ætti að gera svona sjálsskoðunarlista um sjálfa mig... svona eins og Sella gerði um daginn og margir bloggarar hafa verið að gera undanfarin misseri. En það er eiginlega spurning hvort ég hreinlega nenni því og einnig hefur fólk virkilega áhuga að vita eitthvað svona.

En sko það er aldrei að vita hvað gerist eftir 2-3 klukkutíma.

Svo var ég að komast að því ég er ekki að fara að gera rassgat um verslunarmannahelgina (sérstaklega ekki fara til Eyja eins og til stóð) því ég verð að vinna hérna við forsetasetninguna sem er 1. ágúst. Annar dagur sem ekki kemur til greina sem djammdagur (öllu heldur kvöldið áður) er 17. júní. O well kannski safnar maður einhverjum pening í staðinn. Sem er náttúrulega alveg sérstaklega gott ef maður hefur í hyggju að fara af hótel mömmu.

Engin ummæli: