miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég er með það alveg innstimplað í hausinn á mér að það sé föstudagur... en það er bara miðvikudagur! Ok að vísu eru allir í fríi á morgun (audda ekki ég samt) þannig það má segja að það sé plat föstudagur.

Birna og Hekla komu og borðuðu hádegismat hérna niðri á þingi. Voða stuð... Hekla þekkti sko alveg dökkkrullhærða gaurinn sem var í sama flokki og mamma hennar og var að heilsa henni. Sýndi þeim húsið og svona skemmtilegheit. Síðan fara þær til Florida á morgun og mér skilst það eigi að kíkja aðeins í Disney. Oh örugglega gaman að vera 5 ára og upplifa svona í fyrsta sinn.

Mér finnst mamma mín eigi að gefa mér páskaegg því ég er svo góð! Hver er sammála mér?

Engin ummæli: