fimmtudagur, apríl 08, 2004

Gleðilegan Skírdag!!

Ok ég reddaði þessu með páskaeggið bara sjálf.... fór bara í Bónus og keypt eitt Nóa nr. 6! Þannig ég er í góðum málum! Kannski ef mamma og pabbi eru góð fá þau að smakka.

Fór um allann bæinn að leita að páskaeggi fyrir Heklu. Átti sko að vera Púkaegg með Mæju Pæju... ekki til í Bónus, ekki í Hagkaup, ekki í Nóatúni, ekki í 10/11 neiiii ég fann það loksins hjá Nammi.is í Smáralind. Ósköp var ég nú ánægð. Og býst við að Hekla verði það líka!

Núna er ég í vinnunni með sjónvarpsfjarstýringuna í einni, lyklaborðið í hinni og borða inn á milli. Frekar nett!

Engin ummæli: