föstudagur, apríl 09, 2004

Heil og sæl gott fólk

Barasta í fríi í dag!! Voðalega notalegt að vakna bara þegar maður vaknar en ekki við vekjaraklukkuna.
Í gærkveldi fór ég og hitti skvísurnar Sigrúnu, Tinnu og Sollu á einu kaffihúsinu. Sátum þar og spjölluðum heillengi náttúrulega fengum okkur einn bjór til að létta um vöðvanna í kjaftinum. Plönuðum eitt stk. pottagellupartý um miðjan maí... en þá verður Katla einnig komin heim. Oh ég er strax farin að hlakka til. Annars talaði ég aðeins við Kötlu beib í gær og þá segir hún mér að hún hafi átt kærasta í alveg heila viku. En svo flutti hún burt og henni var alveg sama. Ótrúleg!

Fer bráðum alveg næstum því alveg að nenna að setja myndir inn.

Í kveld langar mig soldið að fá mér í glas og fara á lífið. Hver og hver og vill og verður?

Hey ég gleymdi nú alveg að tilkynna um mitt nýjasta apparat! Mega flott alveg. Fjarskiptatæki af gerðinni SonyEricsson með myndavél og læti. Þetta er alveg tæki sem tekur smá tíma að læra á. OG ég get notað hann hvar sem er í heiminum. Sem er mér mjög mikilvægt.

Engin ummæli: