miðvikudagur, júní 29, 2005

jábbsí jíbbí

Sæl veriði kæru lesendur...

ég verð að biðja írisi afsökunar á að hafa ekki minnst á hana í síðustu færslu... hún var nú fyrst til að óska mér til hamingju á sjálfan ammælisdaginn. Fórum á kaffihús og röltum aðeins á strikinu. Svo var bara haldið út á flugvöll og sagt bless.

En annars er margt búið að gerast hér kóngsins köben. Sólin er orðin fastagestur ásamt hitanum. Hrebbna er orðin svolítið brún og sæt.

Elín og ég fórum í tilefni af frídegi á mánudag í Bakken, fórum reyndar aðeins á ströndina fyrst þótt vindur hefði verið. Þrjóskan var til staðar og við ætluðum okkur að sleikja sólina. Þegar við vorum komnar með meira en nóg röltum við og keyptum okkur turband og fórum í öll tækin oft og mörgum sinnum. Sólveig og Aaron komu og voru með okkur í smátíma... en fóru ekki í nærri jafnmörg tæki og ég og Elín. Við gengum í barndóm og hegðuðum okkur eins og verstu krakkar og öskruðum í öllum rússibönunum. Geggjað gaman.

Í gærkveldi buðum við Hildi og Krúsa í mat... líka til að fá Krúsa til að setja upp eitt stykki sturtu... híhíhí. Það var svaka næs kvöld!

Svo flytur Hrebbna burt frá Sydhavn alla leið á Amager á föstudaginn. Ég á held ég eftir að sakna stelpnanna svolítið mikið.

Síðasta fimmtudag var Skt. Hans Aften og það voru brennur og uppákomur um alla borg. Við fórum á Nyhavn og drukkum öl og horfðum á brennuna þar. Voðalega gaman allt saman. Tók nokkrar myndir á símann og set þær inn við tækifæri. Ég tapaði einum sígarettupakka til bryggjunnar...Capri eru ekki góðar sígarettur þegar maður situr á bryggju! Feitur sígarettupakki hefði ekki dottið á milli. Hildur á þetta allt saman á videó og ef þið komið til köben þá sýnir hún ykkur örugglega þetta fyndna videó.

Jæja nú nenni ég ekki að skrifa meir... enda kominn langur pistill. Bið að heilsa öllum...knús og kossar!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Nóg búið að gerast

Við höfum átt nokkra sumardaga hérna í Köben, sá besti var 18. júní þegar haldið var upp á 17. júní á Amagerströndinni. Það var steikjandi hiti og við sátum bara ásamt mjög mörgum íslendingum að drekka bjór og hafa það gott. Þegar leið að kveldi þá héldum við heim til Hildar og Krúsa og sátum í garðinum til miðnættis. Fórum þá aðeins í bæinn.... sumir entust betur en aðrir.

Já Gudjó kíkti í heimsókn til okkar frá Noregi. Hann er orðinn ástfanginn af Danmörku og held það hafi ekki liðið heill klukkutími þar sem hann tjáði okkur hrifningu sinni á þessari borg. Hann fór í dag þó hann hafi ekki einu sinni viljað það.

Afmælisdagurinn minn var frábær... það var klikkað að gera í vinnunni... Hildur, Elín og Jóhannes sátu á einu borði, á næstu sátu Sólveig og fjölskylda og svo á næsta Kobbi frændi og hans fjölskylda... Staðurinn þétt setinn af íslendingum sem maður þekkti. Ég fékk að hætta fyrr í tilefni dagsins og fékk nokkra kokteila á barnum. Fórum svo á mjöööög mikið djamm.

Ég er reyndar búin að vera að drepast úr ofnæmi... ofnæmislyfin mín ekki einu sinni að virka. Þannig ætli maður verði ekki að kíkja til doktorsins og heimta sterkari lyf þannig maður geti nú notið lífsins til hins ítrasta.

Þórunn átti afmæli á laugardaginn og elskan hennar gaf henni gjafakort til að koma í heimsókn til mín þannig nú bíð ég bara eftir að sjá hana. Já til hamingju með afmælið Þórunn mín. Vonandi hafi þér þótt afmælissöngurinn á talhólfinu þínu skemmtilegur.

Jæja þessi pistill verður ekki lengri að sinni en ég ætla leyfa Hildi að fá tölvuna sína aftur.

sunnudagur, júní 12, 2005

jábbs er á lífi

Sælt veri fólkið!

Ég dýrka köben... ætla aldrei að flytja heim þar sem maður þarf borga 600 kall fyrir bjórinn!

Já sem sagt hef stundað bjórdrykkju mjög stíft enda ódýrara að kaupa sér stóran bjór en að kaupa sér stóra kók.... ég er bara að vera hagsýn.

Vinnan er frábær, mér líður strax eins og ég hafi alltaf þekkt vinnufélagana.... þetta er svolítið eins og ein stór fjölskylda. Rosalega góður mórall... en ég hef samt eiginlega búið í vinnunni síðan ég byrjaði. Staðurinn var að flytja og þá fengum við að vera þrælarnir og flytja allt... þá mættum við eldsnemma á morgnanna og þurftum að vinna langt fram á kvöld. Ég hef sem sagt gert lítið annað en að flytja síðustu tvær vikur. Fyrst flutti ég hingað, svo fluttum við Elínu og svo Sólveigu og svo náttúrulega allt IKEA dótið sem við keyptum og svo Reef n Beef.

En þessi pistill verður ekki lengur að sinni! En Til hamingju með afmælið á morgun Hrebbna. Ég á afmæli á morgun, ég á afmæli á morgun lalalalalala.

sunnudagur, júní 05, 2005

baunabúinn talar

Sæl veriði!
Fyrsta vikan mín hér í köben hefur verið alveg frábær. Búin að kynnast bjórnum svolítið vel... kannski of vel. Nehhh! Híhí. Annars fórum við á svolítið mikið djamm á föstudaginn með fólkinu á Reef´n´Beef....gat ekki hreyft mig í gær fyrir þynnku.

Ég fór til himnaríkis á föstudag... himnaríki heitir Fields! og Bilka er ein sniðugasta búð ever! Það er allt svo obboslega ódýrt. Mikið búið að hlæja að mér yfir undrun minni á öllu.

Jæja best að fara að gera sig klára í vinnuna.... sjáumst síðar!

miðvikudagur, júní 01, 2005

Nyja numerid mitt er +45 20 40 99 91p

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone