Sæl veriði kæru lesendur...
ég verð að biðja írisi afsökunar á að hafa ekki minnst á hana í síðustu færslu... hún var nú fyrst til að óska mér til hamingju á sjálfan ammælisdaginn. Fórum á kaffihús og röltum aðeins á strikinu. Svo var bara haldið út á flugvöll og sagt bless.
En annars er margt búið að gerast hér kóngsins köben. Sólin er orðin fastagestur ásamt hitanum. Hrebbna er orðin svolítið brún og sæt.
Elín og ég fórum í tilefni af frídegi á mánudag í Bakken, fórum reyndar aðeins á ströndina fyrst þótt vindur hefði verið. Þrjóskan var til staðar og við ætluðum okkur að sleikja sólina. Þegar við vorum komnar með meira en nóg röltum við og keyptum okkur turband og fórum í öll tækin oft og mörgum sinnum. Sólveig og Aaron komu og voru með okkur í smátíma... en fóru ekki í nærri jafnmörg tæki og ég og Elín. Við gengum í barndóm og hegðuðum okkur eins og verstu krakkar og öskruðum í öllum rússibönunum. Geggjað gaman.
Í gærkveldi buðum við Hildi og Krúsa í mat... líka til að fá Krúsa til að setja upp eitt stykki sturtu... híhíhí. Það var svaka næs kvöld!
Svo flytur Hrebbna burt frá Sydhavn alla leið á Amager á föstudaginn. Ég á held ég eftir að sakna stelpnanna svolítið mikið.
Síðasta fimmtudag var Skt. Hans Aften og það voru brennur og uppákomur um alla borg. Við fórum á Nyhavn og drukkum öl og horfðum á brennuna þar. Voðalega gaman allt saman. Tók nokkrar myndir á símann og set þær inn við tækifæri. Ég tapaði einum sígarettupakka til bryggjunnar...Capri eru ekki góðar sígarettur þegar maður situr á bryggju! Feitur sígarettupakki hefði ekki dottið á milli. Hildur á þetta allt saman á videó og ef þið komið til köben þá sýnir hún ykkur örugglega þetta fyndna videó.
Jæja nú nenni ég ekki að skrifa meir... enda kominn langur pistill. Bið að heilsa öllum...knús og kossar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli