Þá er ég flutt í litlu sætu íbúðina mína... myndir koma þegar ég er búin að ganga frá öllu. Fór á föstudag með Hildi í IKEA og tók nett kaupæði.... keypti reyndar bara það helsta sem manni vantar þegar maður er að flytja í fyrsta skipti,2 borð, matarstell, IKEA startpakki fyrir eldhús, lampi, sturtuhengi, viskustykki, hnífapör, bleikan klósettbursta, 2 hirslur á baðherbergið, glös, uppþvottagrind, handklæði, sköfu til að taka vatnið af golfinu, hanka, púðaver og rúmföt... allt þetta kostaði ekki nema 25.000 íslenskar. Ég held þetta sé ekki hægt heima. Svo fékk ég lánað hjá Hildi sjónvarp, sjónvarpsborð og borð sem verður skrifborð/borðstofuborð já og skrifborðsstól.
Núna er Hrebbna, Elín og Hildur á leiðinni á ströndina. Ætluðum að kíkja á hróarskeldu nema hvað það er soldið dýrt... ákváðum að spara aðeins.
Þangað til næst.... nú mega allir kíkja í heimsókn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli