fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Í fréttum er þetta helst

Ég er víst með nýtt símanúmer sem ég gleymi að láta alla vita.... plús 45 29 33 25 22. Bara svona ef einhver er búinn að sakna mín alveg rosalega. Sem ég frétti að Elín Ása hefði gert.... OG ef einhver þarf að ná í mig er alltaf alltaf hægt að hringja í plús 45 33 31 83 05 sem er í vinnunni minni en það er sími sem ég svara í allann sólarhringinn....

Já svo eru einungis 23 dagar í fríið mitt langa og 24 langir dagar í Ísland. Ég vinn sem stendur alla daga vikunnar til þess að eiga einhvern pening fyrir jólunum og dýra dýra Íslandi.

Ég er með virkilega bad hair week og þarfnast virkilega að komast í klippingu og litun en er að reyna að treyna það fram á síðustu stundu svo ég verði sæt á Íslandinu. Ég held samt ég láti undan sjálfi mér í vikunni!

föstudagur, nóvember 23, 2007

Ísland

Eftir nákvæmlega einn mánud verd ég stødd í háloftunum á leid á mitt farsældar frón. Ég kem rétt korter í jól, en aftur á móti verd ég alveg til 10. janúar. Gvud hvad ég hlakka til!!! Ég vildi ég væri ad fara á morgun.

Strax eru komnar bókanir í dagbókina thrátt fyrir thad sé mánudur í fríid.

Ég sá litlu snúlluna hjá Hildi og Krúsa í dag.... hún er svooooo sæt!!! Já og audvitad pissadi álfurinn á sófann minn... hún byrjar vel.

Rannveig er á leid til CPH í kvøld og ætlar ad eyda helginni í ruglinu hér. Stud stud stud.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Óvænt

Ég fékk óvæntan frídag í gær sem var nú alveg langthrádur. Í tilefni dagsins var hringt í thær dísir sem eru staddar í Køben og slegid upp saumó. Sella, Telma, Gyda og ég spjølludum hver ofan í adra fram á nótt og Tóta reyndi ad fylgjast med. Ótrúlega gaman ad fá smá slúdur um hvad réttófólk er ad gera núna. Takk stelpur..... thetta verdur endurtekid oft oft oft á næsta ári!

Gugga og Finnur kíktu til Køben um helgina og nádi ég adeins ad hitta á thau og sýna theim hitt og thetta, sem thau voru reyndar búin ad sjá ad eigin frumleika.

Stórleikur Íslands og Danmerkur er á morgun og verdur líklega eitthvad skrall í tilefni af thví.

Ég er ekki ad ná thví hvad jólaundirbúningur hefst snemma. Jólahitt og jólathetta sést nú hvert sem madur lítur. Sella og Tóta eru líka ad missa sig adeins... Sellan er búin ad skrifa thvílíkt mørg jólakort og mér skilst hún ætli ad skreyta húsid á næstu døgum.... herregud!

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

VIP!

Ekki slæmt ad fara á tónleika og svo eftir tónleikana tjilla med hljómsveitinni og drekka bjór... Thad gerdum vid Thráinn í gær! Ógo gaman...

En tónleikarnir voru ædi en heldur stuttir. Fyrst var upphitunarhljómsveit med thremur stelpum, ein stelpan var eins og spastísk hæna alla tónleikanna. Vid vorum komin med vedmál um hvenær hún myndi skalla hljómbordid.
Ég var ógedslega sátt vid lagavalid hjá theim AIR strákum en their spiludu ekki bara af nýju pløtunni heldur øll thekktu løgin líka. Sexyboy var ædi! Og vá hvad their endudu vel!

mánudagur, nóvember 12, 2007

Loft

Á morgun er loksins komið að því að ég fái að sjá og heyra í Air. Keyptum þessa miða fyrir möööörgum mánuðum. Félagi minn hringdi í mig í kvöld og helduru þá ekki að hljómsveitin hafi ekki setið á barnum þar sem hann var að vinna að drekka bjór! Sumir eru alltaf heppnir, hann vissi reyndar ekkert hver þeir voru en einhver kúnni sagði honum það og auðvitað hringdi hann í mig því ég er búin að tala óskaplega mikið um hvað ég hlakka til tónleikanna.

Ég er massíft þreytt en get einhvern veginn ekki sofnað... ves! En ég verð að pína mig því á morgun verð ég að þvo þvott því annars verð ég nakin það sem eftir er vikunnar! God damn hvað það er leiðinlegt.

mánudagur, nóvember 05, 2007

I dream of aligators

Vinnualkinn ég er búin að taka að mér vaktir á bar/kaffihúsi þá daga sem ég er ekki að vinna á Franska. Fyrsta vaktin var í gærkvöldi og var þetta barasta voða fínt. Ég hef reyndar verið fastagestur á þessum stað í smá tíma þar sem Helga er að vinna þarna, þannig ég þekki þetta nú aðeins. Þetta er staður þar sem kemur rosalega mikið af fastagestum og rosalega gaman að sjá hversu ólíkt fólk er en er samt félagar vegna þessa staðar.

Ég ætlaði aldeilis að hafa það næs hérna heima í morgunsárið fékk mér góðan morgunverð og ætlaði að hella mér upp á einn góðann latte nema hva góða kaffið búið og átti bara eitthvað gamalt ógeð.... mikið rosalega er gamalt kaffi vont! Ég fer á eftir í einhverja sælkerabúð og kaupi mér gott kaffi. Þessi viðbjóður er ekki neinum manni bjóðandi.

En getur einhver sagt mér hvað þýðir að dreyma einfættann mann, rautt ljós sem bjargar manni og fullt fullt af krókódílum og völundarhús? Einn fáranlegasti draumur í lengri tíma! Og svo í öðrum draumi er mér búið að dreyma eitt lag í maaaarga daga... ég veit þetta er þekkt lag og allt nema ég get ómögulega munað það þegar ég vakna.

laugardagur, nóvember 03, 2007

What? Sofnadi ég?

Er í alvøru kominn nóvember? Voru áramótin ekki bara í gær??? Mér hálfvegis lídur eins og ég hafi sofnad eda eitthvad slíkt... ég er ekki búin ad gera rassgat á thessu ári!

Annars var jólabjórsdagur í gær, ég mætti nidur á Snork til Helgu og fékk ad smakka. Verd ad segja bjórinn í ár er frekar bragdlaus midad vid í fyrra.... en stórhættulegur engu ad sídu. Og verd ég ad vidurkenna ég er ekki upp á mitt besta í vinnunni núna.

Já svo átti Hildur og Krúsi eina prinsessu thann 28. okt og gvud minn eini hvad hún er sæt! Til hamingju!!! Ég mun samt halda áfram ad kalla hana Gudmund. Ég var svo gjørsamlega sannfærd um ad thetta væri strákur og ég held flestir hafi haldid thad.