mánudagur, nóvember 05, 2007

I dream of aligators

Vinnualkinn ég er búin að taka að mér vaktir á bar/kaffihúsi þá daga sem ég er ekki að vinna á Franska. Fyrsta vaktin var í gærkvöldi og var þetta barasta voða fínt. Ég hef reyndar verið fastagestur á þessum stað í smá tíma þar sem Helga er að vinna þarna, þannig ég þekki þetta nú aðeins. Þetta er staður þar sem kemur rosalega mikið af fastagestum og rosalega gaman að sjá hversu ólíkt fólk er en er samt félagar vegna þessa staðar.

Ég ætlaði aldeilis að hafa það næs hérna heima í morgunsárið fékk mér góðan morgunverð og ætlaði að hella mér upp á einn góðann latte nema hva góða kaffið búið og átti bara eitthvað gamalt ógeð.... mikið rosalega er gamalt kaffi vont! Ég fer á eftir í einhverja sælkerabúð og kaupi mér gott kaffi. Þessi viðbjóður er ekki neinum manni bjóðandi.

En getur einhver sagt mér hvað þýðir að dreyma einfættann mann, rautt ljós sem bjargar manni og fullt fullt af krókódílum og völundarhús? Einn fáranlegasti draumur í lengri tíma! Og svo í öðrum draumi er mér búið að dreyma eitt lag í maaaarga daga... ég veit þetta er þekkt lag og allt nema ég get ómögulega munað það þegar ég vakna.

Engin ummæli: