Nú fer senn að líða að maður komist að sjá The CURE.... oh ég hlakka svo til!!! Svo í gær keypti ég miða á Portishead tónleika í apríl.
Við vorum þrjár einstaklega glæsilegar konur heima í dag... allar voðalega slappar eitthvað með hausverk og kvef og svoleiðis skemmtilegheit. Ég sagði það þyrfti eiginlega að taka myndir af okkur.... hversu sjúskaðar maður getur eiginlega verið.
Við spiluðum scrabble í gærkveldi og ég komst að því ég kann ekki íslensku lengur. Ég finn reyndar alveg hversu málhölt ég er en vó ég get ekki skrifað lengur. Nú er áták í að lesa íslenskar bækur til að ná þessu aftur. Stelpurnar hlógu að mér alveg nokkrum sinnum. Hver í fjáranum segir ég á ekkert tilbaka???
miðvikudagur, janúar 30, 2008
fimmtudagur, janúar 17, 2008
Gleðilegt ár!
Eins gott ad skrifa hérna öðruhvoru!
Ég er komin aftur til Danaveldis eftir alveg frábæra dvöl á Íslandi. 3 vikur af afslöppun og góðum mat og félagsskap. En auðvitað er ekki hægt að vera í fríi til frambúðar þannig ég er komin aftur í vinnuna. Eitthvað eru Danir að pirra mig í augnablikinu... það fer óskaplega í taugarnar á mér þegar þeir spyrja mig hvaðan ég kem. Ekki spyr ég þá hvort þeir séu frá Jótlandi þegar þeir tala asnalega. Það getur alveg verið að ég er bara eitthvað málheft en ekki útlendingur. Mér finnst stundum hvernig þeir spyrja mig jaðra við dónaskap og hef oft á tíðum svarað að ég sé frá einhverju allt öðru landi. Mér finnst hvaðan ég kem bara ekkert koma kúnna á veitingahúsi við. Mér myndi til dæmis ekki detta í hug að spyrja þjón þar sem ég er að borða að þessu nema ég haldi hann sé íslendingur og þá geta viðskiptin átt sér stað á tungumáli sem einfaldara er fyrir báða aðila að skilja.
Jæja nóg af kvörtunum! Vildi óska þessum fáu sem hér kíkja við Gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu og ég vona að 2008 muni rokka feitast!
Ég er komin aftur til Danaveldis eftir alveg frábæra dvöl á Íslandi. 3 vikur af afslöppun og góðum mat og félagsskap. En auðvitað er ekki hægt að vera í fríi til frambúðar þannig ég er komin aftur í vinnuna. Eitthvað eru Danir að pirra mig í augnablikinu... það fer óskaplega í taugarnar á mér þegar þeir spyrja mig hvaðan ég kem. Ekki spyr ég þá hvort þeir séu frá Jótlandi þegar þeir tala asnalega. Það getur alveg verið að ég er bara eitthvað málheft en ekki útlendingur. Mér finnst stundum hvernig þeir spyrja mig jaðra við dónaskap og hef oft á tíðum svarað að ég sé frá einhverju allt öðru landi. Mér finnst hvaðan ég kem bara ekkert koma kúnna á veitingahúsi við. Mér myndi til dæmis ekki detta í hug að spyrja þjón þar sem ég er að borða að þessu nema ég haldi hann sé íslendingur og þá geta viðskiptin átt sér stað á tungumáli sem einfaldara er fyrir báða aðila að skilja.
Jæja nóg af kvörtunum! Vildi óska þessum fáu sem hér kíkja við Gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu og ég vona að 2008 muni rokka feitast!