miðvikudagur, janúar 30, 2008

Tónleikar á næstunni

Nú fer senn að líða að maður komist að sjá The CURE.... oh ég hlakka svo til!!! Svo í gær keypti ég miða á Portishead tónleika í apríl.

Við vorum þrjár einstaklega glæsilegar konur heima í dag... allar voðalega slappar eitthvað með hausverk og kvef og svoleiðis skemmtilegheit. Ég sagði það þyrfti eiginlega að taka myndir af okkur.... hversu sjúskaðar maður getur eiginlega verið.

Við spiluðum scrabble í gærkveldi og ég komst að því ég kann ekki íslensku lengur. Ég finn reyndar alveg hversu málhölt ég er en vó ég get ekki skrifað lengur. Nú er áták í að lesa íslenskar bækur til að ná þessu aftur. Stelpurnar hlógu að mér alveg nokkrum sinnum. Hver í fjáranum segir ég á ekkert tilbaka???

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ahahahahahaha áttirðu ekkert tilbaka segirðu :)

Nafnlaus sagði...

what?!?!?

Ég ætla amk ekkert að bögga þig, mín íslenska er nú ekki upp á 100 fiska oft á tíðum.. hihi

En The Cure, ooo þeir eru æði hefðir samt alveg mátt sleppa að nefna portishead, ég er nefnilega í fráhvarfi svo langt síðan ég fór á almennilega tónleika og það er ekkert neitt á dagskránni.. og ekki er maður á leiðinni út að sjá eitthvað hehehehe

knús