miðvikudagur, janúar 31, 2007

Af hverju getur maður ekki leigt sér róna?

Nýjar myndir komnar inn... Endilega tjekkið á þeim!

mánudagur, janúar 29, 2007

Rugl bull og vitleysa

Frábær helgi liðin þar sem Íris og Candi voru í heimsókn. Smáááá fengið sér í tánna kannski barasta einna mest kvöldið áður en þær stöllur voru að fara í flug... úps! En sjúklega gaman að hafa þær í heimsókn leiðinlegt bara hvað ég þurfti að vinna helvíti mikið en þær voru bara duglegar að gerast kúnnar mínir á hinum ýmsustu veitingastöðum. Mikið af myndum voru teknar og mun ég setja þær inn í kvöld eða á morgun fer eftir hversu mikla nennusemi ég hef.

En stelpur ég segi bara DING DONG og takk kærlega fyrir helgina... þið megið ALLTAF koma í heimsókn.

sunnudagur, janúar 21, 2007

úpsí dúpsí

Vika síðan ég skrifaði síðast.... úps! Annars er ég bara búin að vera að vinna ekkert spennandi að gerast. Sé ekki fram á frídag á næstunni þar sem ég er sem stendur í þremur orku og tímafrekum vinnum. Nýjasti staðurinn er æðislegt kaffihús í Valby. Ógó gaman að vera komin aftur á mannmargt kaffihús. Ég hugsa samt þegar fram líða stundir þá mun ég bara vinna 150% vinnu á kaffihúsinu og auka á Le Basilic (Franski), mér hálfleiðist á Navona (Ítalski) þar sem mér finnst ekki alveg nóg að gera þar. Núna á þremur dögum er ég búin að vinna á öllum þremur stöðum.

Íris og Candy eru að koma í heimsókn á fimmtudag og gvuð hvað verður gaman þá. Lofa að taka fullt af myndum af ruglinu í okkur.

Jæja best að koma sér í háttinn til að verða tilbúin fyrir hasar vikunnar.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Rúsínuputtar!

Þegar ég var lítil og tók eftir krumpuðum puttum eftir bað þá fríkaði ég út og vildi meina að puttarnir mínir væru ónýtir og mér fannst ógeðslegt að koma við hluti. Eftir mörg grátköst fór ég að taka eftir að þeir urðu alltaf að lokum eðlilegir aftur. Aumingja mamma og pabbi að þurfa að reyna að tjónka við mig...

En nú eru hlutir þannig í dag að ég myndi einmitt sofa í sturtunni ef ekki væri fyrir rúsínuputtum. Sturtan er þægilegasti staðurinn í íbúðinni minni og hlýjasti. En ég gæti bara ekki hugsað mér að vera með krumpaða putta alla daga!

Í kvöld er svo take-away og videókvöld í H-inu. Nammmiii namm.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Andsk...

Æði pæði ísskápurinn okkar dó! Nú er spurning hvað það tekur langan tíma að fá kollegíið til að laga eða láta okkur fá nýjan. Á meðan verður það bara dósa og þurrmatur. Verst ísinn minn bráðnar og kjötið í frystinum þiðnar. Steak anyone?

Mig langar mest af öllu í popp í augnablikinu! Einhver gefa mér popp takk. Elín Ása er vond við mig hún nennir ekki út að kaupa popp handa mér selvom ég sé búin að fara út í rigningu í dag að kaupa mat handa henni. Oh það eru allir á móti á mér í dag.

Skítaveður

Oh á svona dögum langar manni helst að vera bara uppí sófa undir sæng og horfa á DVD. En því miður þarf maður að drulla sér í vinnuna. Ég fór óvart út í búð áðan og úff ég hélt ég yrði úti í þessu veðri... og auðvitað vill maður engan veginn fara út vitandi um ógeðið.

Annars er verið að skipuleggja Berlínarferðina í smáatriðum þessa dagana. Djöööö hvað ég er farin að hlakka til.

Jæja best að hoppa í sturtuna hlýja sér áður en maður fer út í kuldann. Oh nenni ekki í vinnuna!

laugardagur, janúar 06, 2007

Helgi?

Tveir löggildir djammdagar liðnir og minns hefur eytt þeim kvöldum á sófanum heima hjá mér undir teppi! Ég var næstum á leiðinni út áðan en ákvað það væri hlýrra undir teppinu. Hugmyndin er að reyna að forðast bjór og vín þennan mánuðinn. Sjáum til hvernig það gengur upp.

En hvernig líst fólki á nýja lúkkið? Ekki alveg búin að þessu ennþá en það kemur með tíð og tíma.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Loksins loksins...

Smá framtakssemi hefur átt sér stað í dag.... aðallega sökum mikillar eftirspurnar en einnig vegna einstaklega pirrandi svefnleysis. Nýjar myndir eru komnar á myndasíðuna eftir mjög langt hlé. Hléið er sökum þess að myndavélin dó en framtakssemin vegna þess að ný myndavél hefur komið í stað hinnar gömlu.

Hvernig stendur á því að þegar maður er maaaagnað þreyttur og langar bara að kúra þá er ekki séns að ná góðum svefni? Ég vaknaði á ca hálftíma fresti í nótt en gafst svo upp á að reyna að sofa um kl. 7 í morgun... GEISP!