fimmtudagur, janúar 11, 2007

Skítaveður

Oh á svona dögum langar manni helst að vera bara uppí sófa undir sæng og horfa á DVD. En því miður þarf maður að drulla sér í vinnuna. Ég fór óvart út í búð áðan og úff ég hélt ég yrði úti í þessu veðri... og auðvitað vill maður engan veginn fara út vitandi um ógeðið.

Annars er verið að skipuleggja Berlínarferðina í smáatriðum þessa dagana. Djöööö hvað ég er farin að hlakka til.

Jæja best að hoppa í sturtuna hlýja sér áður en maður fer út í kuldann. Oh nenni ekki í vinnuna!

Engin ummæli: