sunnudagur, júlí 30, 2006

Mögnuð mynd

Ég hef sjaldan grátið jafn mikið yfir mynd... jú nema kannski Notebook. En eina við þessa mynd hún er sannsöguleg. Hotel Rwanda er ótrúleg mynd. Af hverju var ég ekki búin að sjá þessa mynd áður? Af hverju er svona mikil grimmd í heiminum? Hvernig getur fólk pyntað og myrt fólk bara vegna litarhafts, uppruna, trúarbragða eða annarra fáranlegra hluta? Úff púff!

Hitinn hér í Köben er næstum óbærilegur þessa stundina... þegar maður hélt það gæti ekki orðið heitara nei nei þá hækkar bara um nokkrar gráður. Maður getur eiginlega ekki hreyft sig né gert neitt af viti. Heilinn virkar ekki alveg nema til að minna mann á af og til að drekka vökva.

Súrir draumar

Ok það er ekki í lagi með mann í hausnum þegar manni er farið að dreyma jafn súra drauma og mig dreymdi í nótt.

Í fyrsta lagi var ég fréttamaður en greinilega freelance eða eitthvað því það kom skýrt fram að ég var ekki hjá NFS né RÚV. Jæja ég var víst að fylgjast með fótboltaleik (karla) milli FH og Fram og Fram var að rústa þessu.... (öööö þó ég sé ekki viss er þá ekki FH sterkara lið?) en jæja splittar ekki diff. Völlurinn var alveg við útvarpshúsið... nema hvað í þessu húsi var allt sem tengdist ríkisfjölmiðlum ásamt einhverju safni. Jæja allavega brann það gjörsamlega til grunna og það var þvílíkt mikið mál. Skrítið að horfa á hús sem maður þekkir svona vel brenna alveg til ösku.

En ég vaknaði svo áður en eitthvað meira gerðist. En audda fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að tjekka á mbl.is bara til að vera viss um að þetta var draumur.

föstudagur, júlí 28, 2006

Allt að verða vitlaust

Nei nei nei... ég er svo aldeilis hlessa, það er barasta líf í kommentakerfinu!

Erna: Ég er búin að leggja inn umsókn um að veðrið haldist svona þangað til og meðan þið verðið hérna.

Maríanna: Ég og Hlín erum alveg að háma í okkur sólina... þú verður bara að fara að drífa þig hingað út kona.

Gugga: Takk fyrir það...

Gyða: Frábært, djööö hvað ég hlakka til að sjá þig. Hvar á að búa og svona?

Hrefna Líneik: Já það er pláss en þú mátt búast við að það verði soldið á rúi og stúi þar sem flutningur stendur yfir.... Endilega komdu í heimsókn!!!

Gunnar Hilmar: Ég var í FAU en er það ekki lengur þar sem ég bý í Köbenhavn en endilega sendu meil ef þú vilt fá einhverjar upplýsingar.

Eva Rut: Meilið ætti að vera komið með sólina!

miðvikudagur, júlí 26, 2006

sól sól skín á mig

Veðrið undanfarna daga og vikur hefur verið sjúklega gott. Minns var í fríi í dag og auðvitað varð maður að fara út í góða veðrið. Ég og Hlín fórum út á terrasse með freyðivín, ný kirsuber og hnetur (mar verður að fá salt til að koma í veg fyrir vökvatap). Ég er núna brúnni en ég var þegar ég bjó á Flórída... sjúkt ekki satt.

Ég var að gera mér grein fyrir því að flutningur mun eiga sér stað í næstu viku....sjitturinn titturinn! Ég vildi ég ætti svona fjarstýringu maður bendir á hluti og þeim er bara varpað á sinn stað í næstu íbúð. Einhvern veginn er maður ekki aaaalveg í fíling að fara að flytja allt þetta drasl á milli.

Hildur beib klippti mig í gærkveldi og minns er bara massa sáttur við útkomuna. Lubbinn var orðinn aaaaallnokkur. Svo ætlaði ég að "laga" toppinn minn aðeins, úps einum of klippiglöð... veeelstuttur, æ etta verður orðið fínt í næstu viku.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

A day for myself!

Í dag á ég frí! Í gær átti ég að eiga frí en ég lét plata mig í vinnuna... Í dag verður bara afslöppunardagur... liggja úti í sólinni, hóa í eitthvað lið til að grilla og drekka gott vín. Ef vinnan hringir þá er ég upptekin...

Ég trúi ekki að sumarfríið skuli næstum vera búið.... ég byrja í skólanum 4. ágúst. Úff púff... mig langar eiginlega í aðeins lengra "frí".

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Kirsuber, jarðarber og melónur

Veðrið er enn jafn yndislegt hérna og manni finnst eins og það hitni dag frá degi. Í þessum hita er fátt betra en að borða massíft af ávöxtum sem hægt er að kaupa glænýtt út um allt. Í dag urðu kirsuber, jarðarber og melónur fyrir valinu.... ég fann ekki mangó (uppáhaldið í augnablikinu) í búðinni.

Ég er búin að endurheimta íbúðina mína þannig ég er ekki lengur á vergangi. Næsta heimsókn er samt í kveld en þá kemur Íris frænka í helgarferð. Svo er flutningur á næsta leiti... úff púff mikið að gera. En vá hvað ég hlakka til að fara í nýju íbúðina...þó ég hlakka ekki eins mikið til að ganga frá þessari og mála og allt það.

sunnudagur, júlí 16, 2006

M&P

Það er búið að vera alveg yndislegt að hafa mína ástkæru foreldra í heimsókn. Á afmælinu hennar múttu fórum við á Bakken og svo út að borða um kveldið og svo kíkt á nokkur kaffihús. Ég trúi barasta ekki að kellingin sé fimmtug...

En ég er alveg uppgefin eftir þessa törn... ég er búin að vera mjööög busy að hitta M&P, vinna og hitta annað fólk. Svefn hefur verið í örlitlu magni bara rétt til að halda lífi í líkamanum.

Annars fjárfesti ég í dag í sjónvarpi sem virkar... húges stórt alveg. Nú eru ekki lengur skrítnir litir né hljóð að detta út, stór munur alveg. Fínt keypti það á 300 kall af einum sem er að flytja héðan.

mánudagur, júlí 10, 2006

Dýragarður

Ég fór í fyrsta skipti í dag í dýragarðinn hér í Kaupmannahöfn. Ég er bara rosalega hissa! Þessi garður er algert æææææði... Öll dýr sem mér gat dottið í hug væru í dýragarði voru þarna og mun fleiri til. Ég fór með Þórunni, Birtu og Ívari. Ég og Ívar vorum nú samt eiginlega spenntari en Birta að skoða allt, óðum frá einum stað yfir á annann. Þetta var ekkert smááá gaman. Svo enduðum við kvöldið á mexikóskum stað hérna í hverfinu. Yndislegur dagur... ég ætti kannski að vera oftar í fríi.

M&P koma svo á morgun og það verður geggjað að sjá þau. Sella og kvenfólkið í hennar familíu eru líka staddar hér í Köben, ætli mar hitti þær ekki í par af öl.

föstudagur, júlí 07, 2006

Tungumálaerfiðleikar...

Vá hvað ég óska þess núna að hafa fylgst betur með í frönskutímum í menntaskóla. Ég var að taka að mér aðra vinnu, afleysa þjón í einn mánuð á frönsku veitingahúsi. Fínn staður, rosalega kósí og maturinn víst alveg mergjaður. Eigandinn hinsvegar er frakki sem hefur búið í Danmörku í einhver 30 ár nema hvað hann talar ekki stakt orð í dönsku og enn minna af ensku. Þar sem það eru bara einn þjónn og einn kokkur sem vinna hverju sinni getur þetta orðið svolítið skrautlegt. Fyrsta kvöldið mitt var í gærkveldi og mér fannst þetta magnað skrítið en jafnframt fyndið að reyna að tjá mig. Ég reyndi að tala frönsku, hann reyndi aðeins við dönskuna. En ég held við höfum komist að því að það er sniðugast að tala bara mjög hægt og benda fullt.

En gætuð þið ímyndað ykkur að hafa búið í einhverju landi í 30 ár og ekki geta tjáð sig?

miðvikudagur, júlí 05, 2006

kallaðu bara Tomma, Tomma tómat

Í gær var fyrsti sólardagurinn sem ég var í fríi... ég ætlaði svo aldeilis að reyna að fá smá lit. Útkoman varð ekki alveg sú sem ég hafði óskað mér. Ég var að vonast til að fá fallegan gullbrúnan lit en útkoman varð rauð-hvít-appelsínugulur flekkóttur litur. Ég makaði víst sólarvörninni ekki aaalveg jafnt.

Þórunn, Ívar og Birta komu í gærkveldi og verða hér næstu 2 vikurnar.

mánudagur, júlí 03, 2006

það sem ég ekki skil...

Já ok ég veit þetta er voða halló af mér en það er bara eitt sem ég skil ekki við tískuna í dag. Er það eitthvað voðalega hipp og kúl að reyna að klæðast sem ljótustu flíkum mögulegum? Ég tek eftir því trekk í trekk að voðalega sætar stelpur gera í því að klæðast hvað ljótustu fötum sem ég hef á ævinni séð. En þrátt fyrir ljóta toppa þá eru skórnir alltaf geggjað flottir. Er ég kannski að misskilja eitthvað eða er ég bara svona rosalega hallærisleg sjálf? Ég fór í kvöld á stað þar sem ég var gjörsamlega út úr kú! Allar stelpur sjáanlegar voru voða töff en margar í hrikalegum eighties fötum fyrirutan þær sem voru skopparar. Ég mætti saklaus í það sem ég taldi venjuleg föt en þarna var ég rosalega óvenjuleg. Og það er ekki töff að greiða sér heldur.... það er víst mest flott í geimi að vera með hvað mest úfnasta og skítugasta hár ever. Sorrí heimur ég ætla að halda áfram að vera í hreinum fötum sem eru ekki 25 ára gömul og því miður get ég ekki hugsað mér að vera með skítugt og úfið hár. Mér finnst gaman að setja smá makeup í andlitið bara til að bústa aðeins egóið en það er víst heldur ekki inn. Humm... getiði ímyndað ykkur Hrebbnu með dredda?