mánudagur, júlí 10, 2006

Dýragarður

Ég fór í fyrsta skipti í dag í dýragarðinn hér í Kaupmannahöfn. Ég er bara rosalega hissa! Þessi garður er algert æææææði... Öll dýr sem mér gat dottið í hug væru í dýragarði voru þarna og mun fleiri til. Ég fór með Þórunni, Birtu og Ívari. Ég og Ívar vorum nú samt eiginlega spenntari en Birta að skoða allt, óðum frá einum stað yfir á annann. Þetta var ekkert smááá gaman. Svo enduðum við kvöldið á mexikóskum stað hérna í hverfinu. Yndislegur dagur... ég ætti kannski að vera oftar í fríi.

M&P koma svo á morgun og það verður geggjað að sjá þau. Sella og kvenfólkið í hennar familíu eru líka staddar hér í Köben, ætli mar hitti þær ekki í par af öl.

Engin ummæli: