sunnudagur, júlí 30, 2006

Súrir draumar

Ok það er ekki í lagi með mann í hausnum þegar manni er farið að dreyma jafn súra drauma og mig dreymdi í nótt.

Í fyrsta lagi var ég fréttamaður en greinilega freelance eða eitthvað því það kom skýrt fram að ég var ekki hjá NFS né RÚV. Jæja ég var víst að fylgjast með fótboltaleik (karla) milli FH og Fram og Fram var að rústa þessu.... (öööö þó ég sé ekki viss er þá ekki FH sterkara lið?) en jæja splittar ekki diff. Völlurinn var alveg við útvarpshúsið... nema hvað í þessu húsi var allt sem tengdist ríkisfjölmiðlum ásamt einhverju safni. Jæja allavega brann það gjörsamlega til grunna og það var þvílíkt mikið mál. Skrítið að horfa á hús sem maður þekkir svona vel brenna alveg til ösku.

En ég vaknaði svo áður en eitthvað meira gerðist. En audda fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að tjekka á mbl.is bara til að vera viss um að þetta var draumur.

Engin ummæli: