sunnudagur, júlí 16, 2006

M&P

Það er búið að vera alveg yndislegt að hafa mína ástkæru foreldra í heimsókn. Á afmælinu hennar múttu fórum við á Bakken og svo út að borða um kveldið og svo kíkt á nokkur kaffihús. Ég trúi barasta ekki að kellingin sé fimmtug...

En ég er alveg uppgefin eftir þessa törn... ég er búin að vera mjööög busy að hitta M&P, vinna og hitta annað fólk. Svefn hefur verið í örlitlu magni bara rétt til að halda lífi í líkamanum.

Annars fjárfesti ég í dag í sjónvarpi sem virkar... húges stórt alveg. Nú eru ekki lengur skrítnir litir né hljóð að detta út, stór munur alveg. Fínt keypti það á 300 kall af einum sem er að flytja héðan.

Engin ummæli: