miðvikudagur, júlí 19, 2006

Kirsuber, jarðarber og melónur

Veðrið er enn jafn yndislegt hérna og manni finnst eins og það hitni dag frá degi. Í þessum hita er fátt betra en að borða massíft af ávöxtum sem hægt er að kaupa glænýtt út um allt. Í dag urðu kirsuber, jarðarber og melónur fyrir valinu.... ég fann ekki mangó (uppáhaldið í augnablikinu) í búðinni.

Ég er búin að endurheimta íbúðina mína þannig ég er ekki lengur á vergangi. Næsta heimsókn er samt í kveld en þá kemur Íris frænka í helgarferð. Svo er flutningur á næsta leiti... úff púff mikið að gera. En vá hvað ég hlakka til að fara í nýju íbúðina...þó ég hlakka ekki eins mikið til að ganga frá þessari og mála og allt það.

Engin ummæli: