mánudagur, júlí 03, 2006
það sem ég ekki skil...
Já ok ég veit þetta er voða halló af mér en það er bara eitt sem ég skil ekki við tískuna í dag. Er það eitthvað voðalega hipp og kúl að reyna að klæðast sem ljótustu flíkum mögulegum? Ég tek eftir því trekk í trekk að voðalega sætar stelpur gera í því að klæðast hvað ljótustu fötum sem ég hef á ævinni séð. En þrátt fyrir ljóta toppa þá eru skórnir alltaf geggjað flottir. Er ég kannski að misskilja eitthvað eða er ég bara svona rosalega hallærisleg sjálf? Ég fór í kvöld á stað þar sem ég var gjörsamlega út úr kú! Allar stelpur sjáanlegar voru voða töff en margar í hrikalegum eighties fötum fyrirutan þær sem voru skopparar. Ég mætti saklaus í það sem ég taldi venjuleg föt en þarna var ég rosalega óvenjuleg. Og það er ekki töff að greiða sér heldur.... það er víst mest flott í geimi að vera með hvað mest úfnasta og skítugasta hár ever. Sorrí heimur ég ætla að halda áfram að vera í hreinum fötum sem eru ekki 25 ára gömul og því miður get ég ekki hugsað mér að vera með skítugt og úfið hár. Mér finnst gaman að setja smá makeup í andlitið bara til að bústa aðeins egóið en það er víst heldur ekki inn. Humm... getiði ímyndað ykkur Hrebbnu með dredda?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli