miðvikudagur, júlí 26, 2006

sól sól skín á mig

Veðrið undanfarna daga og vikur hefur verið sjúklega gott. Minns var í fríi í dag og auðvitað varð maður að fara út í góða veðrið. Ég og Hlín fórum út á terrasse með freyðivín, ný kirsuber og hnetur (mar verður að fá salt til að koma í veg fyrir vökvatap). Ég er núna brúnni en ég var þegar ég bjó á Flórída... sjúkt ekki satt.

Ég var að gera mér grein fyrir því að flutningur mun eiga sér stað í næstu viku....sjitturinn titturinn! Ég vildi ég ætti svona fjarstýringu maður bendir á hluti og þeim er bara varpað á sinn stað í næstu íbúð. Einhvern veginn er maður ekki aaaalveg í fíling að fara að flytja allt þetta drasl á milli.

Hildur beib klippti mig í gærkveldi og minns er bara massa sáttur við útkomuna. Lubbinn var orðinn aaaaallnokkur. Svo ætlaði ég að "laga" toppinn minn aðeins, úps einum of klippiglöð... veeelstuttur, æ etta verður orðið fínt í næstu viku.

Engin ummæli: