föstudagur, júlí 07, 2006

Tungumálaerfiðleikar...

Vá hvað ég óska þess núna að hafa fylgst betur með í frönskutímum í menntaskóla. Ég var að taka að mér aðra vinnu, afleysa þjón í einn mánuð á frönsku veitingahúsi. Fínn staður, rosalega kósí og maturinn víst alveg mergjaður. Eigandinn hinsvegar er frakki sem hefur búið í Danmörku í einhver 30 ár nema hvað hann talar ekki stakt orð í dönsku og enn minna af ensku. Þar sem það eru bara einn þjónn og einn kokkur sem vinna hverju sinni getur þetta orðið svolítið skrautlegt. Fyrsta kvöldið mitt var í gærkveldi og mér fannst þetta magnað skrítið en jafnframt fyndið að reyna að tjá mig. Ég reyndi að tala frönsku, hann reyndi aðeins við dönskuna. En ég held við höfum komist að því að það er sniðugast að tala bara mjög hægt og benda fullt.

En gætuð þið ímyndað ykkur að hafa búið í einhverju landi í 30 ár og ekki geta tjáð sig?

Engin ummæli: