laugardagur, október 30, 2004

Laugardagur

Jæja þá er kominn laugardagur! Stuð stuð stuð...

Ég sit hér í vinnunni og horfi á lokaðar skólabækurnar og er að leita að orkunni til að opna þær og lesa. Þetta kemur ég er alveg viss um það og gerist af sjálfu sér...múhahahaha yeah right

Í kvöld er síðan teiti með ótrúlega skemmtilegu og rugluðu fólki. Ég veit að þar verður fólk sem maður hefur ekki séð lengi. En já enn einu sinni er maður á leiðinni á skrallið...

Mig langar alveg massíft í digital vél og finn sérstaklega fyrir því þegar maður er á leiðinni í svona partý með fólki sem maður hittir sjaldan.

G&T daaaaling tonight!


föstudagur, október 29, 2004

Ó gvuð!

Shit var að uppgötva að nóvember byrjar á mánudag! Þá er það officialt sumarið er búið... búhúhúhú... sko ég er búin að vera í afneitun að sumarið sé búið síðan í ágúst. Nú er barasta árið eiginlega búið og maður þarf að fara að huga að jólainnkaupum.

Voðalega næs að geta sofið út og bara verið róleg á náttfötunum...

Í gærkveldi fór ég í skólann... alveg svaka stuð að læra um Barbara, eða, Modus Ponens og Modus Tollens svo allar rökvillurnar. Svo lærði Hrebbna er heim var komið og skilaði verkefni á elleftu stundu (hahahah klukkan var 11 þegar ég skilaði því).

Á morgun þarf maður svo að vinna í 12 tíma og fara svo í ammælisteiti.

Jæja best að skella sér í föt og fara að gera eitthvað af viti.

fimmtudagur, október 28, 2004

Flöskudagur á morgun

Á morgun á ég frí....

Það sem ég get gert í fríinu mínu er ýmislegt....

Gæti sko alveg:
Lagað til
Sofið út
farið að versla (nema hvað ég er soldið blönk)
horft á sjónvarp
Lært fullt
heimsótt fólk
farið á kaffihús

allar uppástungur er vel þegnar.... ef ykkur leiðist þá bara bjallið í mig.miðvikudagur, október 27, 2004

bíó

Hæbbs allir,

Lítið búið að gerast... og já ég er búin að jafna mig á þynnkunni. Ég er eitthvað ósköp löt þessa dagana barasta nenni engu. Að vísu hef ég fengið að vinna soldið lengi síðustu tvo daga en í dag verð ég búin um kl. 16 (þvíííílíkur lúxus).

Ég skrapp í kvikmyndahús í gærkveldi með Rannveigu gellu. Við sáum snilldarmynd að nafni Dodgeball. Shit við hlógum allann tímann. Mig var farið að verkja í kinnar og maga af of miklum hlátri.

Við ákváðum samt að ekki þessa helgi heldur næstu (5.-6. nóv) myndum við stefna á hópferð á eitthvað flott veitingahús... þeir sem vilja vera memm er bent á að hafa samband við mig... já ég veit alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Síðan er stefnan tekin á eitthvað heljarinnar skrall.

Jæja best að drífa sig í vinnu....sit sko í kaffi! Leiter babes!

sunnudagur, október 24, 2004

dj-amm

úff erfiður dagur í dag!

Afmælið í gærkveldi var mjög skemmtilegt... Um leið og ég kom blandaði ég sterkan G&T og voru margir slíkir teigaðir um kvöldið (og nóttina). Afmælisbarnið eldaði alveg dýrindis mat með aðstoð Sigrúnar (ég held samt Katla hafi frekar aðstoðað Sigrúnu). Allavega fékk ég rosa góðan mat.
Ég var orðin alveg verulega ölvuð...hehehe bara fyndið. Fórum á Kaffi Kúltúr að venju. Hitti margt fólk og tjáði mig um mína skoðun á hinu og þessu... En svo var lokað þar og ég ákvað að rölta yfir á Hressó að hitta mann og annan. Nú var kvöld að morgni komið og alveg tímabært að skríða í bælið... leigubílaröðin tekin með trompi og var komin heim snemma í morgun.

Dagurinn í dag hefur einkennst af þynnku! En ég fór nú samt í saumó til Guðrúnar (til hamingju með þessa geggjuðu íbúð) en kvöldið hefur farið í tiltekt og þvott...ætti sko eiginlega að vera að læra en af tvennu illu valdi ég þennan kost.


laugardagur, október 23, 2004

Afmæli og fleira

Busy vika alveg....

Bara allir að eiga afmæli..... Þráinn varð 24 ára á miðv. 20/10, í gær áttu þrjár stöllur afmæli... Amma Lilla varð 75 ára, Hera varð 19 ára og Sunna varð 23 ára, í kveld munum við halda upp á 23 ára afmæli Kötlu en hún á afmæli á morgun.

Eftir 12 tíma vinnu mun ég sem sagt skunda í Eskihlíðina og borða dýrindis mat að hætti Kötlu (líklega með hjálp Sigrúnar). Síðan verður EKTA stelpudjamm... oh ég hlakka svo til.

Í dag verðum ég, Þórunn og Helena með smá ferðafund en við hyggjum á landvinninga í Danmörku. Þurfum náttúrulega að tjekka á liðinu okkar þar.

Þarf að læra soldið í dag þannig eins gott ég verði dugleg í vinnunni við að lesa....

Góða skemmtun í kvöld gott fólk...


Afmæli og fleira

Busy vika alveg....

Bara allir að eiga afmæli..... Þráinn varð 24 ára á miðv. 20/10, í gær áttu þrjár stöllur afmæli... Amma Lilla varð 75 ára, Hera varð 19 ára og Sunna varð 23 ára, í kveld munum við halda upp á 23 ára afmæli Kötlu en hún á afmæli á morgun.

Eftir 12 tíma vinnu mun ég sem sagt skunda í Eskihlíðina og borða dýrindis mat að hætti Kötlu (líklega með hjálp Sigrúnar). Síðan verður EKTA stelpudjamm... oh ég hlakka svo til.

Í dag verðum ég, Þórunn og Helena með smá ferðafund en við hyggjum á landvinninga í Danmörku. Þurfum náttúrulega að tjekka á liðinu okkar þar.

Þarf að læra soldið í dag þannig eins gott ég verði dugleg í vinnunni við að lesa....

Góða skemmtun í kvöld gott fólk...


miðvikudagur, október 20, 2004

Bensínstöð

Oh stundum er svo gaman að vera stelpa.... og leika ljósku á bensínstöð!

Það fór öryggi í bílnum mínum sem olli því að rúðuþurrkurnar vildu ekki virka. Þurfti að stoppa og kaupa bensín og í leiðinni ætlaði ég að athuga hvort einhver kynni etta. Hér kemur samtalið:

H:Hæ geturu fyllt hann af bensíni... heyrru veistu nokkuð hvað er að ef rúðuþurrkurnar vilja bara ekki hreyfast?
Bensínkall: Já það getur verið margt (fer síðan að skoða) Ég ætla að spurja Jón.
(Jón kemur) Jón: hvað er dæmið?
H: sko ég var bara að keyra og set rúðuþurrkurnar í gang og þær vilja baaara ekki hreyfast! (clueless svipurinn)
Jón: Ég ætla að spyrja strákana á verkstæðinu (á meðan þrífur Bensínkallinn allar rúður)
H: já helduru að þeir viti hvað þetta er?
Jón: Strákarnir segja þú megir bara fara með bílinn inn þótt þeir séu búnir að loka.
(ég fer með bílinn hinum megin við húsið, þar taka á móti mér þrír karlmenn)
Kall númer eitt: Hvað er vesenið?
H: sko ég veit ekkert hvað gerðist fyrst virkuðu þurrkurnar en nú ekki.
(þeir fara allir þrír að skoða)
K1: þetta er örugglega öryggið
H: ha er öryggi í bílum?
K2: já já og þeim fer alltaf fjölgandi
H:Ó (Joss Stone vælandi í geislaspilaranum mínum á fullu)
K3: verðum bara að finna öryggið
K2: þetta er nú nýlegur bíll
H: já ég fékk hann í síðustu viku
K2: *glott*
K3: (búinn að finna öryggisboxið og hinir allir að grúska í kringum hann)
Þeir finna loksins hvað er að og ég elti einn inn á bensínstöðina aftur.
Bensínkall: eru ekki strákarnir að redda þér?
H: jú þeir segja etta sé öryggi sem er farið (enn meiri clueless svipur með svona who would have thought ívafi)
ég borga 80 kr fyrir tvö öryggi
K2: situr dótaríið í
H: jæja hvað skulda ég ykkur
K1: sestu bara upp í bíl
K2: alltaf gaman að redda ungum stúlkum
H:neiiiii common á ég ekki að borga ykkur
K2: sestu bara upp í bíl og allir glotta út í eitt...
H:takk kærlega strákar og skunda upp í bíl.

Ég er viss um ef ég hefði verið töffara strákur hefði ég þurft að borga eitthvað og þeir hefðu ekki verið hálftíma eftir að búið var að loka að redda einhverju.


þriðjudagur, október 19, 2004

tilgangslaus póstur

Sæl veriði

Lítið að frétta af mér. Það var mjög kalt fyrir norðan en lærði fullt af essu. Alltaf að taka með sér peysu var t.d. eitt af mínum mikilvægum lexíum.

Geisp! Hmmm ég veit eiginlega ekki hvað ég á að tjá ykkur um mig og mitt líf.

Segi ykkur meir þegar eitthvað gerist.

sunnudagur, október 17, 2004


Tad er svona kalt!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Akureyri

Ég er stödd á Akureyri þessa stundina sem þykir kannski ekki ýkja merkilegt. En það snjóar hérna!!!! Það er skítkalt og snjóar... ég er bara ekki að ná þessu.

Í gærkveldi var mér til allrar minnar hamingju boðið í mat. Sem sagt ég hitti fyrrverandi samstarfsfélaga mína úti á flugvelli og þau aumkuðu sér yfir einmanna námsmanninum. Þvílíkar kræsingar lá við maður væri bara kominn í jólagírinn. Þakka kærlega fyrir mig!

Gistiheimilið sem ég er á í þetta skipti er mun skemmtilegra en það sem ég var á í ágúst... allavega sef ég ekki á IKEA barnarúmi... ok kannski smá ýkjur en það rúm var alveg eins og rúmið sem ég átti sem krakki.

En já ég ferðast bara með forsetanum... hehe hann var í sama flugi og ég í gær. En ég fattaði það ekki fyrr en flugfreyjan var að bjóða okkur velkomin.... Herra forseti og aðrir farþegar. Hey er ég bara aðrir farþegar??? hún hefði átt að segja Herra forseti, Hrebbna og aðrir farþegar!

Jæja best að fara í dæmatíma í bókhaldi!

Kuldakveðjur að norðan

föstudagur, október 15, 2004

Bíll og myndir

MYNDIR já loksins bomba ég myndum hérna inn!


Annars að frétta ég keypti mér glæsikerru í dag.... Rauðan Polo árgerð 2003... ég er svoooo mikil pæja!

Og Dabbi bró til hamingju með 21. árs afmælið megir þú drekka vel og lengi í USA.

miðvikudagur, október 13, 2004

Allt og ekkert

Hæ fólk!

Lítið búið að gerast undanfarið... mestmegnis mín yndislega vinna (hóst hóst).

Ellen klára komst í skólann til hans Dabba bró... þannig þau skötuhjú munu stofna heimili saman í janúar..... til hamingju bæði tvö.

Þarf að fara norður um helgina á verkefnadaga... vúhú... enn á ný nennti enginn með mér. Þeirra missir að þurfa vera án mín heila helgi.

Ég þarf virkilega að laga til hjá mér... en kem mér engan veginn í það. Ef einhver er með hreingerningaræði þá er þeim gvuðvelkomið í heimsókn. Ég skal bjóða bjór fyrir verkið.

þriðjudagur, október 12, 2004

Sùr mjòlk ì kaffi er ekki gourmet

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, október 10, 2004

Thrir og halfur timi eftir...

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

DRú-aRi

Hæ fólk!

Sit hér í vinnunni að láta mér leiðast. Helgarvaktir eru sem sagt bara það að vakta húsið í 12 tíma þá er ekkert stress og maður er bara í góðu geimi að dunda sér. Nema hvað nú er 2 og hálfur tími búinn og ég er búin að lesa Moggan (lau og sun), DV(helgar), fréttablaðið (lau og sun), skoða helstu vefsíður sem kallast skyldulesning, fara og kaupa mér kaffi og morgunmat, horfa á teiknimyndir.... og margt fleira! Nenni eiginlega ekki að læra ákkúrat núna.... hef 9 og hálfan tíma til þess...

Annars var gærkveldið fínt... Fór og sótti Helenu og Guðný síðan Þórunni og síðan var haldið til Gudjó. Enginn mættur þangað of course (fashionably late my ass). Síðan mætti Gaui... ALLIR hinir beiluðu! Síðan var haldið í bæinn á Prikið smá hringur þar síðan var það Hressó en ég stakk af... heilsaði aðeins upp á Hadda á Ara og skutlaði honum heim. Ég var bara drú á bíl... fín tilbreyting og æði að vakna í morgun.

laugardagur, október 09, 2004

Hestbak og fleira...

Fór í gær í haustferð með vinnunni. Mjög skemmtilegt að fara á hestbak í mosó síðan að skoða gróðurhús... ok mér fannst það eiginlega ekki sérlega áhugavert. Eftir að hafa drukkið smááááá bjór var haldið á Áslák í mosó...borðað og drukkið meira. Síðan var rútuferð aftur niður á Alþingi... sumir voru orðnir veeeel í glasi. Margir ætluðu að halda djamminu áfram en ég ákvað að skreppa heim og skipta um föt.... er ekki alveg að fíla mig á djamminu í hestafötum. Mætti síðan heim til einnar og þar var dansað og djammað fram á nótt. Hitti síðan félaga mína og það var svaka stuð.

Svo í dag hef ég gert ýmislegt... skrítið að hafa frídag og ekki mikið planað. En ég náði í gleraugun mín... skrítið að hafa þau. Síðan rölti maður á Laugaveginum og fór í IKEA, síðan til ömmu gömlu. Bara að slæpast í allann dag... massíft mar. Hestaferðin í gær eitthvað búin að segja til sín í dag bæði í harðsperrum og þynnku.

Jæja svo á að bralla eitthvað í kvöld en er ekki alveg viss hvað ég meika mikið.

fimmtudagur, október 07, 2004

Eg hata ad fòlk geti sent manni sms an tess madur hafi minnstu hugmynd um hver tad s?!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Var að fá þennan líka sniiiillldar póst!


Ágætu konur - stöndum saman gegn hryðjuverkum

Við vitum allar að það er dauðasynd fyrir Talibana að sjá klæðalausa konu,
ef það er ekki eiginkona hans, og er hann nauðbeygður til að fremja
sjálfsmorð ef það hendir.

Svo á laugardaginn kemur klukkan 16 biðjum við allar konur að standa fyrir
utan heimili sín, gjörsamlega naktar, til að aðstoða ríkisstjórnina við að
auðkenna óæskilega hryðjuverkamenn. Það er mælt með því að þið farið í
göngutúr naktar um nágrannahverfið til að ná sem bestum árangri í baráttunni
við hryðjuverk!

Allir karlmenn eru beðnir um að taka sér sæti í hægindastól utan við hús sín
til að sanna að þeir eru ekki hlynntir Talibanahreyfingunni og að sanna að
þeim finnst sjálfsagt að líta naktar konur, jafnvel þótt þær séu ekki
eiginkonur þeirra. Þar sem að Talibanar umbera ekki áfengisnotkun myndi
kaldur bjór í hendinni vera enn frekara tákn um stuðning við baráttuna við
hryðjuverk.

Ríkisttjórnin þakkar þáttöku borgaranna í baráttunni við hryðjuverk og biður
um aðstoð þína í þessum aðgerðum gegn hryðjuverkum.

Það er borgaraleg skylda þín að senda þennan póst áfram!

sunnudagur, október 03, 2004

Djamm og meira djamm

Undur og stórmerki gerðust um helgina!

Eitthvað sem ég taldi mér fræðilega ómögulegt.... ég djammaði tvo daga í röð! OG OG OG varð EKKI þunn! Hvernig stendur á þessu? Hin gullna formúla til að koma í veg fyrir þynnku.... þegar maður kemur heim af djamminu borða skyr eða jógúrt taka bólgueyðandi og drekka vatn. Maður verður alveg eiturhress morguninn eftir þrátt fyrir lítinn svefn.

En já helgin mín var einkar skemmtileg. Á flöskudag þá fórum við út að borða saman nokkrir vinnufélagar, á Pasta Basta... snilldarmatur og góð þjónusta. Að því loknu skellti maður sér á Oktoberfest hjá Háskólanum síðan fór ég með Kötlu og Sigrúnu á Kaffi Kúltur en var síðan sótt þaðan af Kidda og Þránni og við fórum á Hressó þaðan á Ara og Prikið og eitthvað fleira. Hittum náttúrulega Þórunni og Birnu og það ansi oft.... virðist sem ansi margir hafi verið að djamma á þessum degi.

Laugardagurinn hefst á að sækja bílinn hennar Þórunnar og minn... alveg snilld að gera grín að Didda. Smá þynnkumatarfílingur tekinn á etta. Sótti Heklu beib og fór með hana í mekka sælgætisgrísa...nammiland í Hagkaup. Síðan voru Hilmir og Hugi sóttir og farið niður á tjörn að gefa öndunum brauð. Það þarf heila herdeild til að passa þá. Fórum í kakó á Hressó og þjónninn þar var ekkert sérlega ánægður að hafa börn inni á staðnum. Skilaði þeim af mér og þá var komin tími á næsta djamm.... busy schedule. Anna Jóna og ég mættum í afmælisteiti til Sellu Gellu... gvuð hættuleg bolla. AJ tók nett á því og ég týndi henni... en hitti Gudjó og Hlyn í staðinn... og við fórum á Kaffi List síðan mættu restin af díonýsusarpakkinu þangað. Ég fór nú bara snemma heim vegna vinnu í dag... tólf tímar takk fyrir.

Þetta er bara stytt útgáfa af öllu sem gerðist ef þú vilt vita meira bjallaðu á mig.... ég sleppti öllu góðu slúðri.