sunnudagur, október 24, 2004

dj-amm

úff erfiður dagur í dag!

Afmælið í gærkveldi var mjög skemmtilegt... Um leið og ég kom blandaði ég sterkan G&T og voru margir slíkir teigaðir um kvöldið (og nóttina). Afmælisbarnið eldaði alveg dýrindis mat með aðstoð Sigrúnar (ég held samt Katla hafi frekar aðstoðað Sigrúnu). Allavega fékk ég rosa góðan mat.
Ég var orðin alveg verulega ölvuð...hehehe bara fyndið. Fórum á Kaffi Kúltúr að venju. Hitti margt fólk og tjáði mig um mína skoðun á hinu og þessu... En svo var lokað þar og ég ákvað að rölta yfir á Hressó að hitta mann og annan. Nú var kvöld að morgni komið og alveg tímabært að skríða í bælið... leigubílaröðin tekin með trompi og var komin heim snemma í morgun.

Dagurinn í dag hefur einkennst af þynnku! En ég fór nú samt í saumó til Guðrúnar (til hamingju með þessa geggjuðu íbúð) en kvöldið hefur farið í tiltekt og þvott...ætti sko eiginlega að vera að læra en af tvennu illu valdi ég þennan kost.


Engin ummæli: