föstudagur, október 29, 2004

Ó gvuð!

Shit var að uppgötva að nóvember byrjar á mánudag! Þá er það officialt sumarið er búið... búhúhúhú... sko ég er búin að vera í afneitun að sumarið sé búið síðan í ágúst. Nú er barasta árið eiginlega búið og maður þarf að fara að huga að jólainnkaupum.

Voðalega næs að geta sofið út og bara verið róleg á náttfötunum...

Í gærkveldi fór ég í skólann... alveg svaka stuð að læra um Barbara, eða, Modus Ponens og Modus Tollens svo allar rökvillurnar. Svo lærði Hrebbna er heim var komið og skilaði verkefni á elleftu stundu (hahahah klukkan var 11 þegar ég skilaði því).

Á morgun þarf maður svo að vinna í 12 tíma og fara svo í ammælisteiti.

Jæja best að skella sér í föt og fara að gera eitthvað af viti.

Engin ummæli: