miðvikudagur, október 27, 2004

bíó

Hæbbs allir,

Lítið búið að gerast... og já ég er búin að jafna mig á þynnkunni. Ég er eitthvað ósköp löt þessa dagana barasta nenni engu. Að vísu hef ég fengið að vinna soldið lengi síðustu tvo daga en í dag verð ég búin um kl. 16 (þvíííílíkur lúxus).

Ég skrapp í kvikmyndahús í gærkveldi með Rannveigu gellu. Við sáum snilldarmynd að nafni Dodgeball. Shit við hlógum allann tímann. Mig var farið að verkja í kinnar og maga af of miklum hlátri.

Við ákváðum samt að ekki þessa helgi heldur næstu (5.-6. nóv) myndum við stefna á hópferð á eitthvað flott veitingahús... þeir sem vilja vera memm er bent á að hafa samband við mig... já ég veit alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Síðan er stefnan tekin á eitthvað heljarinnar skrall.

Jæja best að drífa sig í vinnu....sit sko í kaffi! Leiter babes!

Engin ummæli: