miðvikudagur, október 20, 2004

Bensínstöð

Oh stundum er svo gaman að vera stelpa.... og leika ljósku á bensínstöð!

Það fór öryggi í bílnum mínum sem olli því að rúðuþurrkurnar vildu ekki virka. Þurfti að stoppa og kaupa bensín og í leiðinni ætlaði ég að athuga hvort einhver kynni etta. Hér kemur samtalið:

H:Hæ geturu fyllt hann af bensíni... heyrru veistu nokkuð hvað er að ef rúðuþurrkurnar vilja bara ekki hreyfast?
Bensínkall: Já það getur verið margt (fer síðan að skoða) Ég ætla að spurja Jón.
(Jón kemur) Jón: hvað er dæmið?
H: sko ég var bara að keyra og set rúðuþurrkurnar í gang og þær vilja baaara ekki hreyfast! (clueless svipurinn)
Jón: Ég ætla að spyrja strákana á verkstæðinu (á meðan þrífur Bensínkallinn allar rúður)
H: já helduru að þeir viti hvað þetta er?
Jón: Strákarnir segja þú megir bara fara með bílinn inn þótt þeir séu búnir að loka.
(ég fer með bílinn hinum megin við húsið, þar taka á móti mér þrír karlmenn)
Kall númer eitt: Hvað er vesenið?
H: sko ég veit ekkert hvað gerðist fyrst virkuðu þurrkurnar en nú ekki.
(þeir fara allir þrír að skoða)
K1: þetta er örugglega öryggið
H: ha er öryggi í bílum?
K2: já já og þeim fer alltaf fjölgandi
H:Ó (Joss Stone vælandi í geislaspilaranum mínum á fullu)
K3: verðum bara að finna öryggið
K2: þetta er nú nýlegur bíll
H: já ég fékk hann í síðustu viku
K2: *glott*
K3: (búinn að finna öryggisboxið og hinir allir að grúska í kringum hann)
Þeir finna loksins hvað er að og ég elti einn inn á bensínstöðina aftur.
Bensínkall: eru ekki strákarnir að redda þér?
H: jú þeir segja etta sé öryggi sem er farið (enn meiri clueless svipur með svona who would have thought ívafi)
ég borga 80 kr fyrir tvö öryggi
K2: situr dótaríið í
H: jæja hvað skulda ég ykkur
K1: sestu bara upp í bíl
K2: alltaf gaman að redda ungum stúlkum
H:neiiiii common á ég ekki að borga ykkur
K2: sestu bara upp í bíl og allir glotta út í eitt...
H:takk kærlega strákar og skunda upp í bíl.

Ég er viss um ef ég hefði verið töffara strákur hefði ég þurft að borga eitthvað og þeir hefðu ekki verið hálftíma eftir að búið var að loka að redda einhverju.


Engin ummæli: