laugardagur, október 09, 2004

Hestbak og fleira...

Fór í gær í haustferð með vinnunni. Mjög skemmtilegt að fara á hestbak í mosó síðan að skoða gróðurhús... ok mér fannst það eiginlega ekki sérlega áhugavert. Eftir að hafa drukkið smááááá bjór var haldið á Áslák í mosó...borðað og drukkið meira. Síðan var rútuferð aftur niður á Alþingi... sumir voru orðnir veeeel í glasi. Margir ætluðu að halda djamminu áfram en ég ákvað að skreppa heim og skipta um föt.... er ekki alveg að fíla mig á djamminu í hestafötum. Mætti síðan heim til einnar og þar var dansað og djammað fram á nótt. Hitti síðan félaga mína og það var svaka stuð.

Svo í dag hef ég gert ýmislegt... skrítið að hafa frídag og ekki mikið planað. En ég náði í gleraugun mín... skrítið að hafa þau. Síðan rölti maður á Laugaveginum og fór í IKEA, síðan til ömmu gömlu. Bara að slæpast í allann dag... massíft mar. Hestaferðin í gær eitthvað búin að segja til sín í dag bæði í harðsperrum og þynnku.

Jæja svo á að bralla eitthvað í kvöld en er ekki alveg viss hvað ég meika mikið.

Engin ummæli: