miðvikudagur, október 13, 2004

Allt og ekkert

Hæ fólk!

Lítið búið að gerast undanfarið... mestmegnis mín yndislega vinna (hóst hóst).

Ellen klára komst í skólann til hans Dabba bró... þannig þau skötuhjú munu stofna heimili saman í janúar..... til hamingju bæði tvö.

Þarf að fara norður um helgina á verkefnadaga... vúhú... enn á ný nennti enginn með mér. Þeirra missir að þurfa vera án mín heila helgi.

Ég þarf virkilega að laga til hjá mér... en kem mér engan veginn í það. Ef einhver er með hreingerningaræði þá er þeim gvuðvelkomið í heimsókn. Ég skal bjóða bjór fyrir verkið.

Engin ummæli: