sunnudagur, október 17, 2004

Akureyri

Ég er stödd á Akureyri þessa stundina sem þykir kannski ekki ýkja merkilegt. En það snjóar hérna!!!! Það er skítkalt og snjóar... ég er bara ekki að ná þessu.

Í gærkveldi var mér til allrar minnar hamingju boðið í mat. Sem sagt ég hitti fyrrverandi samstarfsfélaga mína úti á flugvelli og þau aumkuðu sér yfir einmanna námsmanninum. Þvílíkar kræsingar lá við maður væri bara kominn í jólagírinn. Þakka kærlega fyrir mig!

Gistiheimilið sem ég er á í þetta skipti er mun skemmtilegra en það sem ég var á í ágúst... allavega sef ég ekki á IKEA barnarúmi... ok kannski smá ýkjur en það rúm var alveg eins og rúmið sem ég átti sem krakki.

En já ég ferðast bara með forsetanum... hehe hann var í sama flugi og ég í gær. En ég fattaði það ekki fyrr en flugfreyjan var að bjóða okkur velkomin.... Herra forseti og aðrir farþegar. Hey er ég bara aðrir farþegar??? hún hefði átt að segja Herra forseti, Hrebbna og aðrir farþegar!

Jæja best að fara í dæmatíma í bókhaldi!

Kuldakveðjur að norðan

Engin ummæli: