sunnudagur, október 03, 2004

Djamm og meira djamm

Undur og stórmerki gerðust um helgina!

Eitthvað sem ég taldi mér fræðilega ómögulegt.... ég djammaði tvo daga í röð! OG OG OG varð EKKI þunn! Hvernig stendur á þessu? Hin gullna formúla til að koma í veg fyrir þynnku.... þegar maður kemur heim af djamminu borða skyr eða jógúrt taka bólgueyðandi og drekka vatn. Maður verður alveg eiturhress morguninn eftir þrátt fyrir lítinn svefn.

En já helgin mín var einkar skemmtileg. Á flöskudag þá fórum við út að borða saman nokkrir vinnufélagar, á Pasta Basta... snilldarmatur og góð þjónusta. Að því loknu skellti maður sér á Oktoberfest hjá Háskólanum síðan fór ég með Kötlu og Sigrúnu á Kaffi Kúltur en var síðan sótt þaðan af Kidda og Þránni og við fórum á Hressó þaðan á Ara og Prikið og eitthvað fleira. Hittum náttúrulega Þórunni og Birnu og það ansi oft.... virðist sem ansi margir hafi verið að djamma á þessum degi.

Laugardagurinn hefst á að sækja bílinn hennar Þórunnar og minn... alveg snilld að gera grín að Didda. Smá þynnkumatarfílingur tekinn á etta. Sótti Heklu beib og fór með hana í mekka sælgætisgrísa...nammiland í Hagkaup. Síðan voru Hilmir og Hugi sóttir og farið niður á tjörn að gefa öndunum brauð. Það þarf heila herdeild til að passa þá. Fórum í kakó á Hressó og þjónninn þar var ekkert sérlega ánægður að hafa börn inni á staðnum. Skilaði þeim af mér og þá var komin tími á næsta djamm.... busy schedule. Anna Jóna og ég mættum í afmælisteiti til Sellu Gellu... gvuð hættuleg bolla. AJ tók nett á því og ég týndi henni... en hitti Gudjó og Hlyn í staðinn... og við fórum á Kaffi List síðan mættu restin af díonýsusarpakkinu þangað. Ég fór nú bara snemma heim vegna vinnu í dag... tólf tímar takk fyrir.

Þetta er bara stytt útgáfa af öllu sem gerðist ef þú vilt vita meira bjallaðu á mig.... ég sleppti öllu góðu slúðri.

Engin ummæli: