fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Týpísk kona?

Alltaf leitar madur ad skyndilausnum! Alveg sama í hverju thad er. Í gær lét ég gabbast af einni slíkri skyndilausn.... fokking megrunarplástrar! Jæja ég ákvad ad prófa thetta kraftarverkardæmi sem átti ad gera thad ad verkum ad á tveimur vikum myndi ég missa nokkur kíló og tapa fullt af sentimetrum. Ég smellti einum plástri á mig í gær.... vóóóo thetta virkar ekkert smá! Ég get vel skilid ad madur getur tapad ansi miklu med ad nota thessa plástra..... thví ég er búin ad vera ælandi sídan thessi eiturefni komust út í blódrásina. Ég ákvad ad thessi skyndilausn ætti ekki alveg vid mig... mjøg erfitt ad vera í vinnunni gubbandi eins og múkki.

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Allt ad gerast

Mitt nýja líf hefst fyrir alvøru nú um helgina. Á mánudag byrja ég á fullt í nýrri vinnu... á dagtímum! Ég er reyndar smá smeyk vid ad fara ad vakna svona hrikalega snemma á morgnanna. En vá hvad verdur gaman ad hafa megnid af deginum og allt kvøldid í frí. Búin ad ákveda ad vera dugleg í ræktinni eftir vinnu og jafnvel finna eitthvad annad hobbí. En ef ég thekki mig rétt thá verd ég komin í 10 aukavinnur. Samt ætla ég ad reyna ad eiga smá frí!!!

Annars veit ég ekki hvad er ad gerast med mig... ég á svo bágt med svefn! ÉG af øllum!!! Já já hver vaknar klukkan 3 ad nóttu og thad er ekki møguleiki í 10 tíma eftir thad ad sofa (svo vard ég náttúrulega ad fara ad vinna).

Hvad er annars ad frétta af øllum?

föstudagur, febrúar 08, 2008

hroooolllur

Ég hef fengið margskonar hroll núna í vikunni. Fyrst var það aulahrollurinn í bíó. Ég náði sem sagt að fljúúúúúúúga á hausinn fyrir framan fullan bíósal af fólki.... já ég datt ákkúrat fyrir framan skjáinn. Náði mér meira að segja í falleg brunasár eftir lendinguna á teppinu.

Margir kuldahrollar hafa verið í vikunni... já það er vetur, ég veit, en maður verður að kvarta undan kuldanum. Það er hefð og skylda.

Í morgun fékk ég ógeðishroll þegar ég var að ryksuga herbergið mitt. Ein riiiiiiiiiiisastór kóngluló birtist allt í einu á miðjum veggnum. Mér brá og ég öskraði eins og versta gelgja. Ég get svarið fyrir þetta leit út eins og dótakónguló og það var ekki fyrr en ég sá hana hreyfa sig að ég öskraði enn meir. Jarðarför ógeðiskóngulóarinnar var haldin í ryksugupokanum. *hrollur*

Ég er rosa stolt af mér, ég náði að afreka svo mikið í dag. Kannski vegna þess ég vaknaði snemma og hafði einstaka framkvæmdargleði sem gerist ekkert allt of oft. Þvottur var þveginn, herbergið þrifið og breytt, glápt var á eina bíómynd, hellt var upp á kaffi, neglur snyrtar, augabrúnir einnig, og ýmislegt annað sem hefur setið á hakanum í lengri tíma. Auðvitað var svo mætt í vinnu á réttum tíma.

Á morgun er planað úbermegadísardjamm eftir vinnu. En ég er búin að plata Telmu til að vinna hjá mér annað kvöld og svo verður farið í hælaskónna og út að hrista rassana.

laugardagur, febrúar 02, 2008

Helgi?

Thad allra leidinlegasta sem ég veit er ad vera sløpp og veik. Einmitt núna hefur mér tekist ad ná mér í einhverja ógedis pest. Atsjúúúúú, sniff og hóst hóst eru einkennishljódin mín.

Thrátt fyrir thessa pest thá verdur haldid fyrsta árlega bolludagskaffi á RBG á morgun. Endilega láta mig vita ef thig langar ad stoppa vid og fá thér bollu og kaffi. Bolla! Bolla! Nammi nammi namm!

Vá hvad thetta ár lídur hratt. Voru áramótin ekki bara í gær? og nei ég er ekki ad tala um kínversku áramótin sem eru reyndar ekki fyrr en á midvikudag.

En ég vil óska Telmu og Írisi til hammó med ammó í gær.
Og Hilmi og Huga til hammó med ammó í dag.