föstudagur, febrúar 08, 2008

hroooolllur

Ég hef fengið margskonar hroll núna í vikunni. Fyrst var það aulahrollurinn í bíó. Ég náði sem sagt að fljúúúúúúúga á hausinn fyrir framan fullan bíósal af fólki.... já ég datt ákkúrat fyrir framan skjáinn. Náði mér meira að segja í falleg brunasár eftir lendinguna á teppinu.

Margir kuldahrollar hafa verið í vikunni... já það er vetur, ég veit, en maður verður að kvarta undan kuldanum. Það er hefð og skylda.

Í morgun fékk ég ógeðishroll þegar ég var að ryksuga herbergið mitt. Ein riiiiiiiiiiisastór kóngluló birtist allt í einu á miðjum veggnum. Mér brá og ég öskraði eins og versta gelgja. Ég get svarið fyrir þetta leit út eins og dótakónguló og það var ekki fyrr en ég sá hana hreyfa sig að ég öskraði enn meir. Jarðarför ógeðiskóngulóarinnar var haldin í ryksugupokanum. *hrollur*

Ég er rosa stolt af mér, ég náði að afreka svo mikið í dag. Kannski vegna þess ég vaknaði snemma og hafði einstaka framkvæmdargleði sem gerist ekkert allt of oft. Þvottur var þveginn, herbergið þrifið og breytt, glápt var á eina bíómynd, hellt var upp á kaffi, neglur snyrtar, augabrúnir einnig, og ýmislegt annað sem hefur setið á hakanum í lengri tíma. Auðvitað var svo mætt í vinnu á réttum tíma.

Á morgun er planað úbermegadísardjamm eftir vinnu. En ég er búin að plata Telmu til að vinna hjá mér annað kvöld og svo verður farið í hælaskónna og út að hrista rassana.

Engin ummæli: