föstudagur, desember 31, 2004


Bless 2004... Hallóóó 2005!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nohh það er bara komið að því! 2005!!!


Ég er bara ekki að ná þessu... annars er bara stuð í vinnunni eða þannig. Bara 4 tímar eftir...hehehe.

Jæja hvað ætlar pakkið svo að bralla í kveld? Sjálf mun ég snæða heima í Kópavogi ásamt velvöldum fjölskyldumeðlimum.... því næst mun ég halda fyrir miðnætti í teiti í Kringlunni (húsin ekki verslunarmiðstöðin). Þar munum við familían brenna fullt af peningum í formi ljósa. Um 12 leytið kyssir maður alla í 10 metra radíus og sýpur á freyðivíni. Drykkja heldur áfram þar til bílstjóri minn a.k.a. Þórunn ákveður að komið sé nóg en þessi drykkja mun fara fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í hinum ýmsu teitum. Allir sem vilja að ég heiðri þá með nærveru minni sendið umsókn í síma 693-7206 og mun ígrunda þær umsóknir gaumgæfilega.

Sjáumst hress og kát árið 2005!


miðvikudagur, desember 29, 2004

Heil og sæl!

Ég er endalaust búin að borða góðan mat... enda hættir það strax á nýju ári. Ok ég er ekki að strengja áramótaheit þannig séð en maður ætlar samt aðeins að taka betur á matarræðinu.

Í kvöld fer maður í saumó hjá Dísunum... margar stúlkur þar sem maður hefur ekki séð síðan í sumar. Vonandi fær maður eitthvað skemmtilegt slúður á þeim bænum.

Ég er bara ekki að fatta að það sé að koma 2005! Þegar ég var lítil hélt ég á þessum tíma væru komnir fljúgandi bílar og allt yrði svoooo tæknilegt. Svo ekki sé á það minnst þá hélt ég að ég yrði orðin fullorðin þá. En ekki var framtíðarsýn mín alveg nákvæm.

Var hjá Þórunni í gær í smá videóglápi... fórum allt í einu að pæla það eru ekki nema 6 ár í þrítugt! Gvuð minn almáttugur. Hvar verð ég þá? Ætli ég verði enn á hótel M&P og ekki enn búin að finna mig og hvað ég vil gera? Eða verð ég einhver rosa hotshot í svaka vinnu og komin með börn og mann og hús?


laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól allir saman!!!!

Ég er búin að hafa það massa gott... gvuð ég fékk miklu fleiri pakka en ég bjóst við. Mér skilst að glasamotturnar sem ég bjó til hafi slegið í gegn en á þeim voru ýmsar uppskriftir að dýrindis drykkjum og málshættir sem áttu við hvern þann sem fékk slíkan pakka. Auðvitað er maður búinn að borða á sig gat enda er það leyfilegt um jól. Er í vinnunni að vísu núna en það er allt í lagi því maður er að vinna svo stutt. Ég vona að allir hafi það sem best um hátíðirnar og segi bara gleðileg jól aftur.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Heil og sæl,

Ég fór í jólaglögg til Kötlu beib í gær... var samt bara edrú...enda vinna í dag. Afrekaði mjög mikið í dag....kláraði að föndra jólagjafirnar, alveg stórglæsileg útkoma.

Fékk einkunn fyrir Aðferðir og Atvinnulíf í gær.... vááááá ég bjóst ekki við þessu... ég hélt ég væri fallin því prófið var svakalegt. Lokaeinkunn mín var með þeim hæstu af þeim sem sátu kúrsinn en mér skilst að um 43% hafi fallið. Þannig ég náði með glæsibrag. Ég er ógeðslega stolt af mér að geta þetta með þessari líka vinnu sem ég er í.

Svo var maður að hengja upp myndir sem átti að hengja upp fyrir mööörgum árum síðan. Seint klára sumir en klára þó.þriðjudagur, desember 21, 2004

Nóg að gera alltaf hreint..... pælið í því það eru alveg að koma jól.... ég er ekki einu sinni búin að föndra allar jólagjafir. En þetta er samt í fyrsta sinn sem ég er svo gjörsamlega ekkert stressuð fyrir jólin. Oh svo gaman

kem eftir smá....

laugardagur, desember 18, 2004


Singstarpartý í kvöld
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, desember 16, 2004

Sæl veriði kæru lesendur,

AJ kúl J segir það sé ömurlegt að það sé ekki hægt að kommenta.... ég er sammála en því miður þá skortir mig tæknikunnáttu til að fixa þetta problem. Ég lýsi hér með eftir hjálp. Ég er búin að sitja hér sveitt að reyna að laga þetta en ekkert gerist.

Að öðru ég er alveg að missa mig í föndri þessa dagana....konfekt, trölladeig, og fleira sniðugt sem verður ekki sagt frá hér vegna þess þetta eru jólagjafir.

Jólakortin hrannast inn.... búin að fá frá forsætisráðherra, AJ & co, The Lazares og fleirum.... því miður (eða ekki) hef ég ekki haft þann sið að senda jólakort.... ég hringi bara í liðið sem mér finnst verðskulda jólakveðjur og sendi hinum email eða sms. Ég skil ekki að fólk skuli vera að fara á taugum vegna jólakorta miklu persónulegra að hringja í viðkomandi og óska því gleðilegra jóla og fá frétta af öllum.

Jólafílingurinn alveg að hertaka allt....nema hvað djöfull eru sum jólalög leiðinleg.

Læt þetta næga að sinni er að setja inn fullt af myndum sem áttu að vera lööööngu komnar.

mánudagur, desember 13, 2004


Kaffi hjá Kötlu
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, desember 10, 2004

Já já galsinn orðinn allverulegur... enda er þing að fara í vetrarfrí.

Magga ákvað aðeins að djóka áðan.... ætlaði að djókfella mig....nema hvað ég datt.... flaug eftir ganginum. Nokkrir þingmenn og forsætisráðherra urðu vitni að þessu falli.... allir skellihlógu. Ég er sem sagt skemmtiatriði Alþingis í kveld.

En sagan segir Fall er fararheill....

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Nýja uniformið? Til að auka áhorf á Alþingisstöðina!!!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Mig langar ad komast út úr thessu húsi!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, desember 09, 2004


Sponsor næturvökunnar er LAVAZZA KAFFI
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Hæbbs,

Ég fékk að fara "snemma" heim úr vinnunni í gærkveldi, alveg klukkan 20! En í dag og á morgun verð ég ekki eins lánsöm því ég verð eitthvað fram á nótt.

En við heimkomu í gær fór ég rakleiðis í rúmið og glápti á imbann.... ég held ég hafi ekki náð meira en fimm mínútum af þessum blessaða þætti. Mjög gott að sofa!!!!

OG svo allir að mótmæla hækkun á innritunargjöldum....

miðvikudagur, desember 08, 2004

3 tímar af svefni í nótt og mööööööörgum kaffibollum seinna.

Já prófadagurinn mikli var í dag.... ekki alveg skemmtilegasta próf sem ég hef farið í en sjáum bara til.

Fékk einkunn fyrir DeCode verkefnið.....brilleraði feitast, 9.2 og 9.8 takk fyrir. En nú er ég í vinnunni og er ekki alveg að meika það. Kaffið virkaði í nótt en er ekki að virka núna....því miður. Ég er grumpy og leiðinleg.

Bíllinn fór í viðgerð í Heklu í dag.... mér finnst Heklustarfsfólk mjöööög leiðinlegt!

Fór á Hótel Borg í hádegismat í dag í boði Halla Blö.... mjög nettur jólamatur.... vissi samt ekki hvert ég ætlaði þegar allir fóru að syngja jólalög... edrú í þokkabót. I don´t sing to remember I sing when I don´t.

Jæja pistillinn verður ekki lengri að sinni.... en ég tek við samúðarskeytum vegna þess að þurfa að hanga í vinnunni.


þriðjudagur, desember 07, 2004


GEIMVERUR.... Aaaa allir að flýja! Öll próf frestuð! ( I wish) ;-)
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Saklaust blóm? Ó nei þetta er háþróað morðvopn gegn mér.
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Og svefnlausanóttin hefst! Oh svo gaman í prófum...
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, desember 05, 2004

achlo

GEIIISP!

Brjálað að gera alltaf hreint!

Á flöskudag eftir vinnu dreif ég mig heim og gekk frá þannig það væri heimsóknavænt. Nokkrir vinnufélagar komu svo að loknum þingfundi og við föndruðum aðeins....já meira konfekt.... og svo var smá drukkið af ethanóli. Við vorum nú öll frekar slöpp þ.e.a.s. enginn dansandi uppi á borðum eða þvíumlíkt.

Laugardagsmorgunn (eiginlega enn um nóttina.... ok klukkið var níu) komu Amma D. og Föðursystirin í kaffi. Að lokinni heimsókn þeirra skreið ég aftur upp í rúm (fann greinilega fyrir eftiráhrifum rauðvíns kvöldsins áður.... maginn var á hvolfi)
Úff síminn hringir....shit ég var búin að lofa að föndra trölladeig... damn ég er alltof þunn hugsa ég. Harka mér í sturtu og voila næstum því eins og ég sé ekki þunn....legg áherslu á næstum því.

Herinn mætir... Þórunn (23 ára), Birta (3 ára), Gudjó (24 ára) og Anna Karen (4 ára)... ég vippa upp trölladeigi og við byrjum öll að leira. Þessi elsti missti fljótt einbeitinguna, þessar yngstu stuttu síðar. Ég og Þórunn sátum yfir þessu föndri langt fram á kvöld í gær. Svaka stuð!

Kíktum aaaaðeins í bæinn í gærkveldi....Mjög ömurleg tónlist á Hressó...fyrsta skipti í langan tíma.

Í DAG: Vinna og aðeins meiri vinna... smá löggu og bófa paranoju leikur og þreyta.

Vííííí ég eignast fjölskyldu mína á ný á morgun.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Mætt aftur í vinnuna hress og kát....

var fram yfir miðnætti í gær... svaka stuð á þingfólki. Fyndna í gær var ég beðin um að pakka inn smá pakka.... nú voru góð ráð dýr. Það var ekkert til hérna, þá meina ég af innpökkunardóti. Fundum einhvern skítugan bút af selló og ég byrja, frekar slappt. Ok ég hljóp niður í kjallara klippti strigapoka utan af einhverju jólatré.... voila slaufa, síðan klippti ég pottaplönturnar hérna til bara nokkur laufblöð og verð að segja pakkinn varð eins og hann hefði verið pakkaður inn í blómabúð.

Allir vinirnir eitthvað að deita núna....spennandi tímar.

Fólk má koma í kaffi til mín í kvöld... ég lofa að vera heima... (nema ég fái einhver betri tilboð.)