miðvikudagur, desember 01, 2004

Mætt aftur í vinnuna hress og kát....

var fram yfir miðnætti í gær... svaka stuð á þingfólki. Fyndna í gær var ég beðin um að pakka inn smá pakka.... nú voru góð ráð dýr. Það var ekkert til hérna, þá meina ég af innpökkunardóti. Fundum einhvern skítugan bút af selló og ég byrja, frekar slappt. Ok ég hljóp niður í kjallara klippti strigapoka utan af einhverju jólatré.... voila slaufa, síðan klippti ég pottaplönturnar hérna til bara nokkur laufblöð og verð að segja pakkinn varð eins og hann hefði verið pakkaður inn í blómabúð.

Allir vinirnir eitthvað að deita núna....spennandi tímar.

Fólk má koma í kaffi til mín í kvöld... ég lofa að vera heima... (nema ég fái einhver betri tilboð.)


Engin ummæli: