fimmtudagur, desember 16, 2004

Sæl veriði kæru lesendur,

AJ kúl J segir það sé ömurlegt að það sé ekki hægt að kommenta.... ég er sammála en því miður þá skortir mig tæknikunnáttu til að fixa þetta problem. Ég lýsi hér með eftir hjálp. Ég er búin að sitja hér sveitt að reyna að laga þetta en ekkert gerist.

Að öðru ég er alveg að missa mig í föndri þessa dagana....konfekt, trölladeig, og fleira sniðugt sem verður ekki sagt frá hér vegna þess þetta eru jólagjafir.

Jólakortin hrannast inn.... búin að fá frá forsætisráðherra, AJ & co, The Lazares og fleirum.... því miður (eða ekki) hef ég ekki haft þann sið að senda jólakort.... ég hringi bara í liðið sem mér finnst verðskulda jólakveðjur og sendi hinum email eða sms. Ég skil ekki að fólk skuli vera að fara á taugum vegna jólakorta miklu persónulegra að hringja í viðkomandi og óska því gleðilegra jóla og fá frétta af öllum.

Jólafílingurinn alveg að hertaka allt....nema hvað djöfull eru sum jólalög leiðinleg.

Læt þetta næga að sinni er að setja inn fullt af myndum sem áttu að vera lööööngu komnar.

Engin ummæli: