miðvikudagur, desember 29, 2004

Heil og sæl!

Ég er endalaust búin að borða góðan mat... enda hættir það strax á nýju ári. Ok ég er ekki að strengja áramótaheit þannig séð en maður ætlar samt aðeins að taka betur á matarræðinu.

Í kvöld fer maður í saumó hjá Dísunum... margar stúlkur þar sem maður hefur ekki séð síðan í sumar. Vonandi fær maður eitthvað skemmtilegt slúður á þeim bænum.

Ég er bara ekki að fatta að það sé að koma 2005! Þegar ég var lítil hélt ég á þessum tíma væru komnir fljúgandi bílar og allt yrði svoooo tæknilegt. Svo ekki sé á það minnst þá hélt ég að ég yrði orðin fullorðin þá. En ekki var framtíðarsýn mín alveg nákvæm.

Var hjá Þórunni í gær í smá videóglápi... fórum allt í einu að pæla það eru ekki nema 6 ár í þrítugt! Gvuð minn almáttugur. Hvar verð ég þá? Ætli ég verði enn á hótel M&P og ekki enn búin að finna mig og hvað ég vil gera? Eða verð ég einhver rosa hotshot í svaka vinnu og komin með börn og mann og hús?


Engin ummæli: