miðvikudagur, desember 22, 2004

Heil og sæl,

Ég fór í jólaglögg til Kötlu beib í gær... var samt bara edrú...enda vinna í dag. Afrekaði mjög mikið í dag....kláraði að föndra jólagjafirnar, alveg stórglæsileg útkoma.

Fékk einkunn fyrir Aðferðir og Atvinnulíf í gær.... vááááá ég bjóst ekki við þessu... ég hélt ég væri fallin því prófið var svakalegt. Lokaeinkunn mín var með þeim hæstu af þeim sem sátu kúrsinn en mér skilst að um 43% hafi fallið. Þannig ég náði með glæsibrag. Ég er ógeðslega stolt af mér að geta þetta með þessari líka vinnu sem ég er í.

Svo var maður að hengja upp myndir sem átti að hengja upp fyrir mööörgum árum síðan. Seint klára sumir en klára þó.Engin ummæli: