laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól allir saman!!!!

Ég er búin að hafa það massa gott... gvuð ég fékk miklu fleiri pakka en ég bjóst við. Mér skilst að glasamotturnar sem ég bjó til hafi slegið í gegn en á þeim voru ýmsar uppskriftir að dýrindis drykkjum og málshættir sem áttu við hvern þann sem fékk slíkan pakka. Auðvitað er maður búinn að borða á sig gat enda er það leyfilegt um jól. Er í vinnunni að vísu núna en það er allt í lagi því maður er að vinna svo stutt. Ég vona að allir hafi það sem best um hátíðirnar og segi bara gleðileg jól aftur.

Engin ummæli: